Undirritaðir skora á Háskóla Íslands að afturkalla fyrirhugaðar breytingar á fjarnámi í Leikskólakennarafræðum

Athugasemdir

#5

Ég vil get stundað mitt fjarnám án þess að það bitni á vinnunni minni

Linda Björk Jörgensdóttir (Reykjavík, 2020-08-14)

#7

Ég hef ekki tækifæri til þess að stunda það nám sem i boði er vegna nýs fyrirkomulags... Vinnuaðstæður bjóða ekki uppá avona mikla fjarveru

Júlía Káradottir (Þorlákshöfn, 2020-08-14)

#14

Breytingar hafa neikvæð áhrif á sveigjanleika í námi og vinnustaðinn minn.

Lilja Guðrún Róbertsdóttir (Mosfellsbær, 2020-08-14)

#15

Skrifa undir vegna breytingarnar hafa mikil áhrif á sveigjanleika í námi og vinnustaðinn minn.

Valborg Konráðsdóttir (Mosfellsbær, 2020-08-14)

#18

Það eru fimm í mínum skóla að fara í þetta nám þetta mun aldrei ganga upp.

Anna Lýdía Helgadóttir (Reykjanesbær, 2020-08-14)

#19

Þetta fyrirkomulag er afar óhentugt fyrir leikskólastarfið og hefur mikil og truflandi áhrif. Skrifa sem leikskólastarfsmaður.

Vildís Ósk Harðardóttir (Selfoss, 2020-08-14)

#21

Ég vil geta stundað mitt nám ánþess að það bitni svona á vinnuni minni.
Vinnan hjá mér bíður ekki uppá svona mikla fjarveru!

Gerður Elsabet Sveinsdóttir (Ísafjörður , 2020-08-14)

#22

Ég vildi að geta lært eitthvað á meðan ég er í fæðingarorlofið.

Karen Hien (Reykjavik, 2020-08-14)

#24

Þetta fyrirkomulag hentar gífurlega illa á nú þegar illa mannaða leikskóla og myndi auka álag á þá starfsmenn sem eru nú þegar.

Margrét Jónsdóttir (Selfoss, 2020-08-14)

#25

Tel að þetta fyrirkomulag muni fæla marga nemendur frà sem vilja/þurfa að stunda nàmið samhliða vinnu. Við viljum fleiri leikskólakennara! Ég var að útskrifast í júní eftir fimm àr í fullu grunn- og framhaldsnàmi samhliða 80-100% vinnu. Ég kaus að skipuleggja nàmið í mínum frítíma og finnst mikilvægt að nemendur hafi þann kost að àkveða hvernig og hvenær þeir sinna nàminu sínu.. Það var fínt fyrirkomulagið eins og það var meðan ég var í nàminu

Freyja Guðmundsdóttir (Kópavogur , 2020-08-14)

#37

Óásættanleg tilhögun á fjarnámi nemenda í Leikskólakennarafræðum við HÍ.

Lísbet Nilsdóttir (Selfoss, 2020-08-14)

#53

Ég skrifa undir þetta vegna þess að ég er á móti nýum breytingum hja Háskóla Íslands í fjarnámi í leikskólakennarafræði.

Andrea Thorsteinson (Selfoss, 2020-08-14)

#62

Eg ætlaði mér að halda áfram með námið á vorönn (í fæðingarorlofi núna) en sé ekki framm á það með þessu nýja fyrirkomulagi. Þetta gerir mig efins um hvort maður haldi afram í náminu yfir höfuð þar sem þetta kallast varla fjarnám lengur

Birna Ósk Aradóttit (Reykjavík, 2020-08-14)

#74

Fjarnám er mjög mikilvægt til að fólk geti stundað sína vinnu og fleira

Kristín Jónsdóttir (Mosfellsbær, 2020-08-14)

#91

Vil að allir fá jöfn tækifæri til náms og öllum líði vel í því námi þeir sem stunda!

Sóley Arna Friðriksdóttir (Reykjavík, 2020-08-14)

#92

ég skrifa undir vegna þess að ég er með fjölskyldu sem ég þarf að fæða og klæða og hef því varla tækifæri til að minnka við mig vinnu

Sylvía Hera Skúladóttir (Akranes, 2020-08-14)

#93

Fólk sem sækist í þetta nám sinnir okkar verðmætustu og viðkvæmustu ríkisborgurum. Það er einhver alger vitleysingur í vondu skapi á bakvið þessa ákvörðun!

María Elínardóttir (Reykjavík , 2020-08-14)

#103

Ég valdi fjarnám til að geta stundað námið án þess að skerða laun með því að mæta einnig í vinnu. Ég hef ekki tök á því að minnka við mig í vinnu.

Rannveig Iðunn Ásgeirsdóttir (Reykjavík, 2020-08-14)

#113

Ég ætlaði mér í nám í leikskólakennarafræði en með það í huga að þetta væri fjarnám, þetta flokkast ekki sem fjarnám. Hefði sótt umí öðrum skóla ef ég hefði vitað þetta 🙁

Linda Ingólfsdóttir (Keflavik, 2020-08-14)

#118

Ég er í námi og vinnu og get ekki gengist undir þessu!!

Sandra Jóhannsdóttir (Grindavik , 2020-08-14)

#124

Ég sótti um námið þar sem það er fjarnám og ætlaði ég mér að sinna fullri vinnu með skólanum. Þetta fyrirkomulag hentar afskaplega illa

Sigurbjörg Lára Kristinsdóttir (Hafnarfjörður, 2020-08-14)

#127

Þetta fyrirkomulag er í sjálfum sér ekki svo slæmt í stað þess að mæta í staðlotur. Það hefur verið mikið álag á leikskólana að missa mikið af starfsfólki úr húsi á sama tíma. En að þetta sé í hverri viku í allan vetur í stað 2 vikna (fjöldi lota hingað til) á misseri er galið!! Þetta er alltof alltof mikil viðvera til að teljast sem fjarnám. Og þetta fyrirkomulag mun alls ekki létta undir með leikskólum, sem leggja metnað sinn í að starfsfólk þeirra mennti sig. Ég legg til að þetta fyrirkomulag verði viðhaft í 2-3 vikur á misseri og við geymum staðloturnar á meðan.

Þórunn Gróa Magnúsdóttir (Selfoss, 2020-08-14)

#129

Fjarnám er fjarnám og það að gera nemum kleift að stunda nám með vinnu og einnig að gera þeim kleift sem búa út á landi að stunda nám

Laufey Heimisdóttir (Hveragerði , 2020-08-14)

#136

Þetta er fásinna!!

Perla Björnsdóttir (Akureyri , 2020-08-14)

#146

Leikskólar hafa ekki tök á að missa starfsmenn úr vinnu þvi yfir leitt eru leikskólar undir mönnuð

Guðrún Jakobsdóttir (Reykjavík , 2020-08-14)

#147

Eins og námið er sett upp núna á ég mjög erfitt með að stunda námið áfram. Gekk mjög vel á 1.ári með því fyrirkomulagi. Núna finnst mér þetta ekki vera fjarnám.

Steindór Tómasson (Hella, 2020-08-14)

#155

Ég skrifa undir vegna þess að ég er nýnemi í leikskólakennarafræðum og þykir mér þetta fyrirkomulag alls ekki henta þar sem ég vinn á leikskóla og vil skipuleggja hvernig ég stunda námið á minn hátt sem hentar mér. Að fara þrisvar í viku í skólann, nokkra tíma í senn þýðir að ég er of mikið frá minni vinnu samhliða mínu námi.

Ólöf María Kristinsdóttir (Garðabær, 2020-08-14)

#156

Þetta er algjörlega galin breyting. Sem starfandi yfirmaður á leikskóla sé ég þetta ekki ganga með starfinu þar.

Árný Sif Reynisdóttir (Reykjavík, 2020-08-14)

#162

Ég er ósátt við að nemendur háskólans hafi ekki verið upplýstir um að námsfyrirkomulagið yrði svona. Vona að þeir breyti þessu!

Svandís Mjöll Sigmundsdóttir (Akranes, 2020-08-14)

#163

Fjarnám er ekki sama og viðvera i skola og ekki hafa allir möguleika a að sækja skola nokkrum sinnum i viku þa er eg serstaklega að tala um 1 árs nema

Sóley Jörundsdóttir (Kópavogur, 2020-08-14)

#173

Nýja fyrirkomulagið kemur sér ekki vel fyrir mig á marga vegu. Ég starfa sem deildarstjóri og ég sé fram á að það muni myndast mikil togstreyta hjá mér vegna fjarveru minnar frá deildinni á eitt af mikilvægustu stundum dagskipulagsins. Flest skipulagt starf fer fram á morgnanna.
Auk námsins ætti ég að fara í undirbúning sem gerir það að ég yrði einungis 2 morgna inn á deild á viku. Öll viljum við standa okkur vel hvort sem það er í námi eða í vinnu og með þessu nýja fyrirkomulagi sé ég fram á að vera tætt á milli tveggja mikilvægrar staða. Ég kaus það að fara í fjarnám til að geta stundað námið að krafti og að starfið á deildinni myndi ekki líða fyrir fjarveru mína.
Ég tel að nýja fyrirkomulagið muni hræða nýnema frá auk þess að gera mörgum fjarnemum ókleift að ljúka námi á tilsettum tíma eða bara yfir höfuð.

Regína Aðalsteinsdóttir (Reykjavík, 2020-08-15)

#174

Þetta er ekki fjárnám heldur dreifnám!!

Það er ekki viðunandi að auglýsa námið sem fjarnám þegar það er það ekki !

Frestið þessum breytingum og kynnið betur eða sleppið þeim !!

Auður Magnúsdóttir (Siglufjörður , 2020-08-15)

#184

Ég er nýnemi í Leikskólakennarafræðum í HÍ, skráði mig í fjarnám sem er með nýtt námsfyrirkomulag þar sem stór hluti kennslunnar verði staðnám með margra tíma fjarveru frá vinnu í hverri einustu viku, sem hentar mér og mínum vinnustað mjög illa.

Berglind Björgvinsdóttir (Selfoss, 2020-08-15)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...