Sala íbúða á Hlíf 1, Ísafjarðarbæ.

Athugasemdir

#4

Mér finnst mikilvægt að vilji bæjarbúa til þessa sé kannaður.

Jóna Benediktsdóttir (Ísafjarðarbær, 2021-02-13)

#9

Ég vil ekki selja íbúðir eldri borgara á Hlíf 1. Við viljum hafa góða þjónustu fyrir fólk á öllum aldir. Sveitarfélög eru ekki keppast um að laða til sín eldri borgara og gamla fólkið á ekki alltaf auðvelt með að færa sig um set þar sem þjónustan er betri. Ekki gera þetta!

Bryndís Friðgeirsdóttir (Ísafjarðarbær, 2021-02-13)

#10

Liggur eitthvað á? getum við ekki spurt bæjarbúa fyrst hvort þeir vilji þetta? Að selja íbúðir bæjarins á Hlíf er mikil breyting á húsnæðismálum eldri borgara í Ísafjarðarbæ sem verður aldrei sátt um nema hugur bæjarbúa sé kannaður fyrst.

Guðný Harpa Henrysdóttir (ísafjörður, 2021-02-13)

#18

Ég skrifa undir vegna þess að mér ofbýður framkoma bæjaryfirvalda við íbúa á Hlíf og teldi réttara að selja frekar íbúðir á frjálsum leigumarkaði.

Jóhanna Ása Einarsdóttir (Ísafjarðarbær, 2021-02-13)

#21

Hlíf 1 er samfélagslegt verkefni til að tryggja efna minni eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Slík verkefni eiga ekki að vera féþúfa.

Magnús Þór Bjarnason (Ísafirði , 2021-02-13)

#23

Þetta er rugl

Jón Stefánsson (Ísafjörður, 2021-02-13)

#26

Þetta er algjörlega fáránleg aðgerð af hálfu meirihlutans með Daníel og Massa í forustu algjörlega óboðlegt fyrir gamla fólkið okkar!

Kristján Rafn Guðmundsson (Ísafjörður, 2021-02-13)

#46

Að móðir mín bjó á Hlíf.

Hafdís Bárudóttir (Reykjavík, 2021-02-13)

#51

Finnst að það eigi að selja aðrar íbúðir en þær sem eldri borgararnir okkar eru að leigja. Það fór fram alskyns söfnun bæjarbúa fyrir þessum íbúðum á sínum tíma og þetta er bara klárt drull yfir þá.

Eygló Jónsdóttir (Ísafjörður, 2021-02-13)

#58

Það á ekki að gera svonalagað nema að spurja fyrst.

Soffía Ingimarsdóttir (Flateyri, 2021-02-13)

#63

þetta kerfi hefur virkað vel og stendur vel undir sér, því er ástæðulaust að breyta þessu í einhverja óvissu fyrir gamlingjana

Sigurður árnason (isafjörður, 2021-02-13)

#79

Ég skrifa undir vegna þess að mér finnst það ógeðslegt að taka húsnæði frá fólkið sem vöru vinna allt sína æfi, borga skatt alla sína æfi. Mér finnst þau eiga skilið smá rólegt meðan þau koma á aldur. Þetta er ekki í boði

Emilia agata Górecka (Suðureyri, 2021-02-13)

#82

Okkar fólk sem tók þátt í að bærinn okkar er jafn yndislegur og hann er á skilið miklu meiri virðingu en þetta sem einn eiginhagsmuna flokkur hefur upp á að bjóða!

Jónína Guðrún Thorarensen (Ísafjörður , 2021-02-13)

#92

Foreldrar mínir búa á Hlíf 1

Rögnvaldur Ólafsson (Reykjavík , 2021-02-13)

#98

Ég skrifa undir vegna þess þeir meiga ekki selja ýbúðir Hlíf 1 og 2

Sigrún María Árnadóttir (Ísafjarði, 2021-02-13)

#112

Ég vil ekki selja.

Konráð G Eggertsson (Ísafjarðarbæ, 2021-02-13)

#119

Á meðan ég veit ekki meira hvernig staðið verður að sölunni, vil ég ekki að íbúðirnar verði seldar.

Eggert Stefánsson (Ísafjörður, 2021-02-13)

#121

Mig langar svo mikið í þetta fjölnotahús að ég myndi næstum gera hvað sem er ... nema að selja þessar íbúðir sem bæjarfélagið þarf að eiga til að geta boðið eldri borgurum öruggt leiguhúsnæði um ókomna tíð. Mér gremst uppsetning málsins og finnst ömurlegt að knattspyrnufólk og áhugafólk um þessa húsbyggingu sé stillt upp sem siðblindum frekjudollum sem myndu selja undan ömmum sínum fyrir gervigras því það eru amk ekki allir. Ef bæjarfélagið er ekki nógu fjárhagslega sterkt til að taka þátt í þessari byggingu sem hefur verið í deiglunni í mörg ár þá er þetta ekki hægt þó að það sé glatað. Það er í besta falli skrýtið að þessi aðferð hafi þá ekki verið kynnt samhliða ákvörðun um byggingu því sveitarfélög á svæðinu hafa talað um að fjármagn væri til.

Palina Johannsdottir (Ísafjörður , 2021-02-14)

#138

Móðir mín er í leiguíbúð á Hlíf og hún vill halda því fyrirkomulagi. Ekki allir hafa möguleika á að kaupa sér íbúð á Hlíf. Og mér finnst stórundarlegt að eldri borgarar staðarins eigi að fjármagna byggingu knattspyrnuhúss.

Kristrún Hermannsdótir (Bolungarvík , 2021-02-14)

#146

Hlíf er gjöf margra félagasamtaka til eldriborgara á Ísafirði. Þetta er ekki lausafé Ísafjarðarbæjar.

Halldór Antonsson (Ísafjörður, 2021-02-14)

#151

Mér þykja rökin, - ef rök skyldi kalla, fyrir sölu íbúðanna algjört bull. Auk þess er mér mjög til efs að bæjarstjórnin hafi leyfi til að selja þessar íbúðir í ljósi þess hvernig þær eru til komnar.

Þóra Guðmunda Karlsdóttir (Ísafjörður , 2021-02-14)

#163

Af afar augljósum ástæðum.

Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir (Ísafjörður, 2021-02-14)

#165

Þetta er til skammar!

Ólafur Halldórsson (Ísafjörður, 2021-02-14)

#187

Þessar allt of fáu leiguíbúðir aldraðra sem alltaf eru leigðar út og langir biðlistar eftir, af vongóðum leigendum sem sækjast eftir félagskap sinna líka, eiga ekki að vera skiptimynt fyrir alls óskylds gæluverkefnis. Þessar íbúðir voru reystar með þáttöku bæjarbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í þeim tilgangi að veita heldri borgurum bæjarins skjól á ævikvöldinu. Þetta má ekki gerast og helst þyrfti bærinn að byggja fleiri íbúðir með sama tilgang.

Sigridur Thrastardottir (Kaupmannahöfn, 2021-02-14)

#199

Ég vil skoða hver vilji bæjarbúa er í þessu máli. Tel þetta vera það stórt mál að þetta eigi að fara í þann farveg.

Lína Tryggvadóttir (Ísafirði, 2021-02-15)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...