Áskorun til Vegagerðarinnar og Rangárþings ytra um vegabætur á Þingskálavegi

Athugasemdir

#4

Keyri þennan veg mjög oft og það er þörf á úrbótum á honum.

Astrid Margrét Magnúsdóttir (Akureyri, 2021-06-12)

#5

Brýn þörf á úrbótum á Þingskálavegi. Er ekki boðlegur sem eina tengingin við svæðið.
Hefur valdið tjóni á bílum og vörum/byggingarefni.
Hættuleg hvörf í veginum á blindhæðum og við ristarhlið.

Steingrímur Friðriksson (Reykjavík, 2021-06-12)

#13

nota þennan veg mikið hræðilegur àstand à honum alltaf

Ingvi Þór Ragnarsson (Kop, 2021-06-12)

#14

Þessi vegur er barn sýns tíma og að skilja eftir part sem ekki er malbikaður er óskiljanlegt. Bílar skemmdir ásamt dráttar vögnum á þessum kafla.

Bergþór Júlíusson (Álftanes, 2021-06-12)

#17

Ég ek mjög oft um þennan veg. Hátt í 100 sinnum á ári. Vegurinn þarfnast mikilla endurbóta á tveimur köflum, milli slitlags partanna og svo alveg upp að Næfurholti.

Óskar Tryggvi Svavarsson (Rangárþing-Ytra, 2021-06-12)

#22

Vegurinn er virkilega slæmur.

Ágúst Magnússon (Kópavogi, 2021-06-12)

#23

Ég hef keyrt þennan veg í nítján ár og eyðilagt marga dempara á þeim tíma. Flesta daga ársins má segja að þessi vegur sé ófær fólksbílum.

Ægir Gunnarsson (Hellur, 2021-06-12)

#29

Ég er sumarhúsa eigandi á svæðinu

Sara Lind Gunnarsdóttir (Garðabær, 2021-06-12)

#34

Hef tvisvar eyðilagt dekk á þessum vegi

Gísli Jón Gíslason (Hafnarfirði, 2021-06-12)

#38

Ég skrifa undir því ég er eigandi að frístundahúsi í Heklubyggð og verð reglulega fyrir óþægindum og tjóni vegna lélegs vegar að svæðinu og ónógrar viðhaldsþjónustu.

Árni Baldursson (Hafnarfjörður, 2021-06-12)

#49

Vegkaflinn er úr sér genginn og nausyn að setja á hann bundið slitlag

Viðar Steinarsson (Rangárþingi ytra, 2021-06-12)

#57

Eg ek þennan veg i Sumar/Vetrar Bústsðar þar sem eg dvel 142 daga á ári.

Hallgrimur Jónsson (Hrauntungu Haukadal, 2021-06-12)

#64

Bæta veginn er mikilvægt

Auður Emilsd (Reykjavík, 2021-06-12)

#74

Eg á oft leið um þingskálaveg og vil betrumbætur

Anna Steingríms (Reykjavík, 2021-06-12)

#80

Ég skrifa undir vegna fjölskyldutengsla og keyri þennan veg þegar ég heimsæki bróðir minn.

Jónatan Smári Svavarsson (Álftanes, 2021-06-12)

#84

Ég á sumarbústað í landi Haukadals og nota því veg 268 í hvert sinn sem ég fer í bústaðinn. Þessi vegur er oft nánast ókeyrandi.

Helgi Hauksson (Selfoss, 2021-06-12)

#91

Á frístundarhús í Haukadal. Vegkaflinn milli malbika er hörmung og oft lífshættulegur.

Ingólfur Geir Gissurarson (Reykjavík, 2021-06-12)

#93

Vegurinn er algjörlega ónýtur, þvottabretti, grófur og gerir ekkert annað en að skemma dekk, bíla og ef maður dregur hjólhýsi þá er óvíst það komist heilt yfir þennan veg, hef reynslu af því.
Það er ekki mönnum bjóðandi að hafa þennan veg í þessu ástandi.

Stefanía Karlsdóttir (Garðabæ, 2021-06-13)

#100

Þessi vegur er hörmung, hugsa að Kjalvegur sé skárri.

Gunnheiður Guðmundsdóttir (Hella, 2021-06-13)

#102

Vil fá betri veg

Ólafur Magnússon (Njarðvik, 2021-06-13)

#103

Núverandi vegur er ómögulegur og illa greiðfær

Hólmfríður Jónsdóttir (Reykjavík , 2021-06-13)

#104

Ég skrifa undir vegna þess að þessi vegur er ömulegur og hefur skemmt bílin minn.Og mig langar að heimsækja dóttir mína og tengdason oftar

Greta Sigurðardóttir (Mosfellsbæ, 2021-06-13)

#105

Því þessi vegur er orðinn ófær með öllu alla daga ársins, og hamlar orðið uppbyggingu á svæðinu. Ég er með ferðaþjónustu á þessu svæði 6 hús skamt frá veginum og allt á kafi í ryki. Einnig höfum við fengið kvartanir í kommentum frá gestum vegna vegarins sem hamla öðrum gestum komu. Það þarf að klára þennan Þingskálaveg alla leið upp á Landveg með bundnu slitlagi.

Björn Þorgrímsson (Vestmannaeyjum, 2021-06-13)

#111

Vegna þess að vegurinn er verri en fjallvegir

Kristinn Bergsson (Selfoss, 2021-06-14)

#112

Þetta þarf að laga

Geir Magnússon (Reykjavík, 2021-06-14)

#114

Hættulegur vegur

Gylfi Magnusson (Rangárþing ytra, 2021-06-14)

#122

Þessi vegur liggur að bústað sem er í eigu fjölskyldunnar og ádtand hans er ekki ásættanlegt

Hrefna Sif Gunnarsdóttir (Reykjavik , 2021-06-14)

#124

Ég bý í Heklubyggð og það er löngu kominn tími á að veita okkur almennilegan veg og aðgang að þessu fallega svæði.

Arngunnur Gylfadóttir (Reykjavík, 2021-06-15)

#125

Ég nota veginn mikið. Nú síðast þegar ég keyrði veginn fór dempari í bílnum vegna skemmdar í veginum. Bætur á veginum myndu hafa mjög jákvæð umhverfisleg áhrif að mínu mati og lækka viðhaldskostnað sem og kostnað allra sem um hann fara.

Jóhann Þór Guðmundsson (Garðabær, 2021-06-15)

#129

Mjög mikilvægt að þessi veginn verður malbikaður! Við erum með mikilli ferðamanna á hverjum degi allt árið (5-6 bílar mæta á hverjum degi). Og líka starfsmenn. Það var tjón á bílana vegna þess að vegurinn er bara svo slæmur.

Sabrina Dedler (Selfoss, 2021-06-16)

#146

Vegurinn hann er ömulegur

Reynir Jóhannesson (Vestmannaeyjar, 2021-06-19)

#147

Bundið slitlag á þessum vegi myndi hjálpa öllum ábúendum í Rangárþingi Ytra, öllum þeim er keyra Þingskálaveg ásamt ferðaþjónustuaðilum til muna.

Í dag er þessi vegur slysa- og tjónahætta fyrir alla aðila og bíla sem aka hann og sérstaklega þá sem aka hann sjaldan.

Við rekum ferðaþjónustu á svæðinu með sex hús, fáum til okkar um þúsundir gesta sem nota alla þá þjónustu sem Rangárþing Ytra hefur upp á að bjóða, og einu kvartanirnar sem við höfum verið að fá eru tengdar þessum malarpart af veginum.

Við erum einnig að sjá að margir hætta við bókanir vegna umsagna um malarveginn, þar sem hann getur verið í verulega lélegu ástandi á sumum tímum ársins (sést vegna margra fyrirspurna um malarveginn). Einnig eru margar bílaleigur sem setja bann við malarvegum án þess að kaupa sérstakar tryggingar við þeim. Þá er þessi partur orðinn verulega kostnaðarsamur fyrir gestinn. Margur ferðamaðurinn vill helst leigja minnsta kost af bíl, t.d. Yaris, Spark og álíka og þessir bílar eiga ekki einn einasta séns í þennan veg eins og hann er í dag.

Af þessum vegi hlýst líka mikill óþrifnaður, ryk þyrlast upp allstaðar. Í vonsku veðrum fjúka steinar af þessum vegi svo af hljótast tjón, í storminum 2019 brotnuðu ellefu rúður á húsunum okkar sex bara vegna vindfoks frá veginum.

Við óskum til þess að þetta verði lagað og sett áætlun sem fyrst.

Við teljum að það verði bætt uppbygging á svæðinu ef þessu yrði komið í lag með bundnu slitlagi.

Afternoon Cottages (Hella, 2021-06-19)

#150

því ég keiri þena veg mjög oft

Guðný Óskarsdóttir (vestmannaeyjum, 2021-06-19)

#152

Ek þennan veg mjög oft. Á sumarbústað í landi Haukadals.

Ólafur W. Finnsson (Reykjavík, 2021-06-20)

#154

Vegurinn er ekki fyrir bíla, frekar traktora, keyri þennan veg um hverja helgi, er með nokkur hús til útleigu, fer mjög illa með bíla og farþega, viðhald á veginum er skelfiilegt, takk 🙂

Drífa Kristjánsdóttir (Vestmannaeyjar, 2021-06-21)

#155

Vegurinn er í mjög slæmu standi stóran hluta ársins og hefur verið í áratug

Karl Gunnlaugsson (Mosfellsbær, 2021-06-23)

#160

Þvottabrettið hefur eyðilagt bæði kerru og bát í minni eigu.

Gísli Vigfússon (851 Hella, 2021-06-25)

#161

Þyngskálavegur er stórhættulegur og er að leyti bjóðandi miðað við hvað mikil umferð fer ummveginn

Olafur Arnason (Reykjavík, 2021-06-25)

#162

Nuverandi astand er ekki boðlegt. Það fer illa með okutæki og farþega.

Sigridur Nielsdottir (851 Hella, 2021-06-25)

#164

Ástand vegarins er óásættanlegt

Ágúst Björnsson (Kópavogur, 2021-06-27)

#170

Vegur lélegur

Bobby Sigurðsson (Garðabær, 2021-06-27)

#181

Þessi vegur veldur skemmdum og löngu tímabært að klára hann !

Hjörleifur Björnsson (Reykjavik, 2021-06-30)

#188

Ég keyri þennan veg reglulega og hann er í algjörlega óviðunandi ástandi.

Anna María Oddsdóttir (Hella, 2021-06-30)

#189

Það er hryllilegt að keyra veginn. Ég er með bústað í landi Haukadals og keyri veginn því mjög oft.

Katrín Jónsdóttir (Hafnarfjörður , 2021-07-01)

#193

Ég skrifa undir vegna þess að ég á land í Heklubyggð og það getur reynst erfitt að komast þangað án þess að fara illa með bíla

Þorvaldur Jochumsson (Västerås , 2021-07-01)

#194

Malarvegur ókeyrandi

Sólrún Jónsdóttir (Mosfellsbær , 2021-07-01)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...