Enga jarðefnaverksmiðju í Þorlákshöfn

Athugasemdir

#201

Hér er margt sem þarf að rannsaka betur. Stóriðja getur haft hættuleg áhrif á lítil samfélög.

Jón Thoroddsen (Reykjavík, 2022-11-16)

#207

Ég vil ekki fórna lífsgæðum hér Þorlákshöfn / Ölfusi vegna kaupahéðna sem eru fyrst og fremst að skara elda að eigin köku. Þessir öskukallar gera lítið úr umhverfismálum, umferðaröryggi en trukkar verða á ferðinni á 5 mín fresti. Verksmiðjan verður í gangi allan sólarhringinn með öllu því skrölti sem henni fylgir. Spáið svo í hverjir halda á námuréttindunum og moka í eigin vasa. Mikil valdabarátta er á bak við tjöldin við að sölsa undir sig námuréttindunum í Lambafelli m.a. uppkaup á jörðum. Þessir aðilar munu halda áfram að kasta ryki í augun á okkur með dyggum stuðningi meirihluta bæjarstjórnar.

Guðmundur Oddgeirsson (Þorlákshöfn, 2022-11-16)

#209

Ég er alfarið á móti þessum fyrirætlunum.

Hjördís Alexandersdóttir (Þorlákshöfn, 2022-11-16)

#210

Ég get ekki hugsað mér að fá þessa mölumarverksmiðju í bæarfélagiðn með allri sinni mengun og spillingu á loftgæði

Þórunn Harðardóttir (Þorlákshöfn, 2022-11-16)

#211

Ég er ný fluttur frá Þorlákshöfn eftir 17 ára búsetu í bænum sem er mér kær, það er verið að eyðileggja annars frábært samfélag með þessum áformum.

Rafn Gíslason (Reykjavík , 2022-11-16)

#214

Mengandi efnaiðnaður með tilheyrandi þungaumferð inn í bæinn eyðileggur bæjarímyndina og verðfellir allt húsnæði hér í framtíðinni. Látum reynslu íbúa Reykjanesbæjar af mengunarslysi United Silicon í Helguvík verða víti til varnaðar. Afturköllum lóðaúthlutanir ti Heidelberg Materials strax.

Jóhannes Laxdal (Þorlákshöfn, 2022-11-16)

#217

Því ég hef lesið um þetta og ætla að flytja héðan ef af þessu verður!

Ólöf Þóra Þorkelsdóttir (Þorlákshöfn, 2022-11-16)

#219

alfarið á mót þessu gróðabrasi og raski á umhverfi

Magnus Sigmundsson (hveragerdi, 2022-11-16)

#237

Mér finnst þetta alveg galið.

Þórdís Sigurgeirsdóttir (Reykjavík, 2022-11-17)

#239

Ég vil ekki að Heidelberg Materials reisi verksmiðju í Þorlákshöfn

Dagný Magnúsdóttir (Þorlákshöfn , 2022-11-17)

#254

Þessi efnaverksmiðja mun rústa framtíð Þorlákshafnar.

Hjörleifur Magnús Jónsson (Þorlákshöfn, 2022-11-17)

#256

Ég tel að okkar hagsmunum sem íbúum í Þorlákshöfn sé ekki gætt ef við fáum risavaxna verksmiðju með láglaunastörf í hjarta bæjarinns. Einnig óttast ég mengun sem verður í form riks og drullu vegna framkvæmdana.

Lína Björg Tryggvadóttir (Þorlákshöfn, 2022-11-17)

#257

Ég vil ekki svona starfsemi í Þorlákshöfn

Þórarinn Gylfason (Þorlákshöfn, 2022-11-17)

#258

Að fórna litlum bæ fyrir stóriðju erlends fyrirtækis er óforsvaranlegt og stór spurning hver það er í raun sem hagnast á slíku. Ekki er ljóst hvernig flutningarnir munu eiga sér stað, en hvernig sem þeir verða kalla þeir á náttúruspjöll í Þrengslunum og mikið ónæði og rask fyrir bæjarbúa og þá sem búa í nágrenninu. Hugmyndir af þessum toga eru gamaldags og íklæddar þykjustu umhverfisvernd.

Kristín Guðrún Jónsdóttir (Reykjavík, 2022-11-17)

#262

Ég skrifa undir vegna þess að mér finnst þetta galin hugmynd!

Kristin Scheving (Eyrarbakki, 2022-11-17)

#269

Ég vil ekki að Heidelberg Materials muni gera eitthvað í Þorlákshöfn

Marcin Murszewski (Porlakshofn , 2022-11-17)

#277

Sjónmengun og lýti fyrir bæinn.

Skúli þór Alexandersson (Þorlákshöfn, 2022-11-17)

#286

Ég vil þetta ekki í fallega bæinn minn

María Kristjánsdóttir (Þorlákshöfn , 2022-11-17)

#302

Ég skrifa undir vegna þess að þetta er galin hugmynd í einu og öllu. Umferðarþungi mun aukast, gatnakerfið þolir hann ekki þar sem það er nú þegar orðið úrelt, meiri mengun, meiri hávaði, útlitsmengun og umhverfismengun.

Sigrún Theodóra (Mosfellsbær, 2022-11-17)

#310

Vegna þess að allt of margt mælir á móti þessu, ein ástæða fyrir búsetu margra hér er lítil umferð meðal annars og snyrtilegt bæjarfélag. Hótel væri vænlegri kostur og það fer ekki vel með svona verksmiðju og lengi mætti telja.

Arnheidur Thorarinsdóttir (Þorlákshöfn, 2022-11-18)

#317

Ég er alin upp í Þorlákshöfn og.þykkir vænt um þetta sveitarfélag sem ég er fædd og uppalinn í

Sigurlaug Steinunn Steinarsdóttir (Árborg , 2022-11-18)

#318

Núverandi staðarval og skipulag tel ég vera hindrandi á framtíðar vöxt og þróun bæjarins. Eyðileggja mögulega á að bærinn verði annað en iðnaðarbær.

Árni Baldur Ólafsson (Þorlákshöfn , 2022-11-18)

#319

Ég er fæddur og uppalinn i þorlákshöfn og elska sja þær framfarir sem bærinn hefur fengið undafarinn ár, ég vill ekki sjá þennan viðbjóð menga allt útaf græðgi örfárra.

Þórir Guðmundsson (Rkv, 2022-11-18)

#326

Svona framleiðsla á að vera langt utan marka þéttbýlis. Líkt og Lýsi.

Ágúst Østerby (Þorlákshöfn , 2022-11-18)

#329

Þetta má ekki gerast.

Tómas Jónsson (Þorlákshöfn, 2022-11-18)

#348

Ég tel að þarna sé skipulagsofbeldi í gangi gagnvart íbúum og verið að hygla utan að komandi aðilum á kostnað staðarins í óþökk íbúa. Það á ekki að líðast og fólk hvar sem er á að leggja sitt af mörkum til að stöðva slíkt.

Ólína Gunnlaugsdóttir (Snæfellsebær, 2022-11-19)

#349

Ég vill ekki að uppeldisbærinn minn sem mér þykir svo vænt um verði fyrir því tjóni sem þessari starfsemi fylgir. Tel að hægt sé að byggja upp mun betri og arðbærari iðnað í bænum.

Hafsteinn Brynjarsson (Hafnarfjörður / Þorlákshöfn, 2022-11-19)

#372

Ég er á móti þessu

Eyrún Eva (Þorlákshöfn , 2022-11-19)

#379

Ég bjó í Þorlákshöfn í tæp 17 ár og er nýflutt í bæinn. Ég er alfarið á móti því að mengandi stóriðja sé sett niður í bænum. Þorlákshöfn á sldrei að verða stóriðjubær.

Sigurlaug Gröndal (Reyjavík, 2022-11-20)

#381

Verandi aðventisti sárnar mér að sjá nafn aðventista kennt við stóriðju.

Sólveig Hjördís Jónsdóttir (Akureyri, 2022-11-20)

#390

Ég vil ekki að Heidelberg Materials stundi neina iðnaðarstarfsemi í borginni Porlakshofn. Öll starfsemi Heidelberg Materials skaðar umhverfið og er bein ógn við heilsu íbúa, sérstaklega barna.

NATALIA MATAK (PORLAKSHOFN , 2022-11-20)

#396

Þetta er eyðileggin á þessu litla fallega bæ

Ingunn lena Bender (Garðabær, 2022-11-20)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...