Skorum á RÚV að neita að taka þátt í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni

Athugasemdir

#406

Þetta segir sig sjálft.

Ingunn Snædal (Reykjavík, 2023-12-08)

#410

Þetta er hið allra minnsta sem við getum gert við þjóðarmorði

Kári Fjóluson Thoroddsen (Reykjavík, 2023-12-08)

#414

Þjóð sem beitir kúgunum og ofbeldi í áratugi - myrðir saklaust fólk sem á enga undankomu leið í þúsundatali. Þjóð sem framfylgir aðskilnaðarstefnu og virðir að vettugi þau lög og reglur sem gilda í stríði - á ekkert erindi í keppni sem sett var á laggirnar nokkrum árum eftir seinni heimstyrjöldina til að sameina evrópu í gegnum söng og gleði.
Ísrael beitir ekki aðeins Palestínumenn ofbeldi - stefna og ofbeldisverk Ísraels stuðlar jafnframt að sundrungi í Evrópu og skapar raunverulega hættu á að stríðið og ofbeldið dreifist víðar.

Sigrún Edda Eðvarðsdóttir (Reykjavik, 2023-12-08)

#472

Ísrael stundar nú þjóðarmorð — og hefur stundað það um áratugaskeið. Slíkt land á ekki heima í hópi siðrænna þjóða.

Haukur Már Haraldsson (Reykjavík, 2023-12-08)

#485

Fáránlegt að samþykkja stríðsglæpi Ísrael

Hulda Axelsdottir (Reykjavík, 2023-12-08)

#521

Ég vil ekki styðja Ísrael, sem er að fremja þjóðarmorð

Brynhildur María Ragnarsdóttir (Hafnarfjörður, 2023-12-08)

#548

Ég vill ekkert með eurovision að gera ef Ísrael tekur þátt.
Vill benda á það, að ég elska eurovision, og ég fer til Malmö í Svíþjóð, en ekki ef Ísrael tekur þátt.

Ole Ragnar Pedersen (Bergen, 2023-12-08)

#592

Fáránlegt að ætla að vera í keppni með þjóð sem er að útmá aðra þjóð og allir voða jolly😡?!?!!

Halldora Hilmarsdottir (Reykjavik, 2023-12-08)

#593

Ríki sem stunda þjóðarmorð eiga ekkert að fá að skemmta sér með siðuðum ríkjum því það væri vanvirða við fórnarlömbin.

Arny Birgisdottir (Hafnarfjörður, 2023-12-08)

#597

Það er það eina rétta í stöðunni. Ísland tekur ekki þátt í gleðikeppni með Ísrael.

Eva Mattadottir (Kópavogur, 2023-12-08)