Skotvopnalaus löggæsla
Við sem hér skrifum undir teljum ekki þörf á byssum við almenna löggæslu. Við teljum það skapa aukna hættu og óöryggi meðal borgara landsins að hafa skotvopn í lögreglubílum, en kostir þess séu hverfandi, ef einhverjir.
Við skorum því á Löggæsluyfirvöld að endurskoða ákvörðun sína að hafa byssur í lögreglubílum og jafnframt á innanríkisráðherra að breyta reglugerðum varðandi skotvop við löggæslu þannig að ekki fari á milli mála að lögreglu sé óheimilt að keyra um með slík tól við venjuleg löggæslustörf.
Daði Ingólfsson Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |