Skotvopnalaus löggæsla

Við sem hér skrifum undir teljum ekki þörf á byssum við almenna löggæslu. Við teljum það skapa aukna hættu og óöryggi meðal borgara landsins að hafa skotvopn í lögreglubílum, en kostir þess séu hverfandi, ef einhverjir.

Við skorum því á Löggæsluyfirvöld að endurskoða ákvörðun sína að hafa byssur í lögreglubílum og jafnframt á innanríkisráðherra að breyta reglugerðum varðandi skotvop við löggæslu þannig að ekki fari á milli mála að lögreglu sé óheimilt að keyra um með slík tól við venjuleg löggæslustörf.