Skotvopnalaus löggæsla

Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Þessi umræðuþráður hefur verið sjálkrafa búinn til vegna undirskriftarsöfnunar Skotvopnalaus löggæsla.


Gestur

#1

2015-11-27 23:26

Algjörlega óþarft

Gestur

#2

2015-11-28 09:12

Hvað hafa margir lögreglumenn verið skotnir á Íslandi? Sérsveitarmenn meðtaldir...

Gestur

#3

2015-11-28 10:53

Lögregluna á ekki að vopna umfram það sem þegar er!

Gestur

#4

2015-11-28 11:14

Mér líkar illa að það sé verið að gera öryggiskenndina sem ég dái svo mjög í þessu landi að engu. Það skapar enga öryggiskennd hjá mér að vita af vopnuðum lögregluþjónum, það brýtur hana niður. Getið þið ekki bara látið sérsveitna um þetta áfram þar sem það hefur gengið svo ljómandi vel ef á hefur þurft að halda. Það er algjör óþarfi að vera með einhverja stæla á jafn friðsömum stað og við höfum byggt í sameiningu.

Gestur

#5

2015-11-28 11:21

Ég er sammála málefninu.

Gestur

#6

2015-11-28 12:03

Löggan er nu thegar haettuleg borgurum eins og daemin sanna.

Gestur

#7

2015-11-28 12:21

Það þarf að efla löggæsluna á ýmsan hátt. Betri laun, betri menntun, meira innra eftirlit o.s.frv. Alltof fáir, alltof bitrir og úttaugaðir lögreglumenn með byssur er bara ekki góð hugmynd.

Gestur

#8 Re: innra eftirlit?

2015-11-28 12:30

#7: -  

 Logreglan ransakar sig sjalf ekkert innraeftirlit


Gestur

#9

2015-11-28 12:39

Þu lagar ekki hluti sem eru ekki bilaðir

Gestur

#10

2015-11-28 12:57

engar byssur. ekkert drama.

Gestur

#11

2015-11-28 13:40

.......

 


Gestur

#12

2015-11-28 14:54

Áður en byrjað er að vopnavæða lögregluna þá þarf að fara fram lýðræðisleg umræða á Alþingi og meðal þjóðarinnar. Sú umræða þarf að byggja á skynsamlegum rökum og fræðilegu hættumati. Það að lögreglan taki einhliða ákvörðun um þetta mun auka tortryggni og vantraust gagnvart lögreglunni. Það má ekki gerast.

Gestur

#13

2015-11-28 14:58

Varðhundar vanhæfra ríkisstjórna ættu helst ekki að fá að hafa skotvopn í dótakassanum sínum.

Gestur

#14

2015-11-28 15:38

Ég er hrædd um að ekki verði aftur snúið ef af þessu verður. Reynslan sýnir að vopn kalli á fleirri vopn þá í þessu tilviki væru það ofbeldisfullir einstaklingar sem því miður eru allt of margir hér miðað við hvað við getum gert til þess að fólk leiðist ekki til ofbeldis og glæpa. Ættum frekar að fara að lesa allar þær ótal rannsóknir sem að hafa verið gerðar um ástæður þess að fólk gæti mögulega notað vopn til þess að ógna eða meiða okkur og hjálpa þeim, já frekar en að skjóta það. Þetta lítur út fyrir að vera gróflega vanhugsað.


Gestur

#15

2015-11-28 16:21

Ég tel þetta vera ógæfuspor og nauðsynlegt sé að taka tillit til skoðana almennings um löngun um vopnalaust samfélag.

Gestur

#16

2015-11-28 17:06

Þetta er svo engan vegin málið að vopna almenna lögreglu

Gestur

#17

2015-11-28 19:07

ÓÞARFI .. HVETUR TIL OFBELDIS

Gestur

#18

2015-11-28 20:17

Ég óska þess að ákvörðunin verði endurskoðuð. Það þarf að styrkja lögregluna með hærri fjárframlögum svo hægt sé að ráða fleiri, borga betur til þess að hægt sé að auka eftirlit, rannsóknir og örugglega fullt annað.

Gestur

#19

2015-11-28 21:49

Vopn gera allt verra

Gestur

#20

2015-11-28 22:14

Eru byssur ekki til þess að drepa fólk? Langar okkur til þess?

Gestur

#21

2015-11-28 22:38

Almenn löggæsla byggir á gagnkvæmu trausti!

Gestur

#22

2015-11-29 00:18

Helsta stolt okkar þjóðar er vopnaleysi. Eigim við nú aðmissa síðasta stoltið?

Gestur

#23

2015-11-29 09:58

Ég er friðarsinni, á móti öllu ofbeldi og tel að það eigi ekki að nota vopn til þess að reyna að halda frið. Við notum ekki olíu til þess að slökkva eld!

Gestur

#24

2015-11-29 16:02

Var ekki einhver að tala um rafbyssur ekki skammbyssur.

Gestur

#25

2015-11-29 17:17

Guns bring guns