Skiljum vid hvad er ad gerast?
Þjóðarmorð hafa verið framin frá aldaöðli, mörg án þess að við látum það skipta okkur máli.
T.d Armenum um aldamótin 1900,
Gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni,
Kambódíu, Seebrenizka síðan Rúanda.
Þetta er bara lítill hluti af því sem hefur verið í okkar annars fögru veröld.
Hvað er svo að gera í Sýrlandi núna?
Samþykkt sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð hljóðar m.a. svona
Samkvæmt 2. grein alþjóðasamnings um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð frá 1948 er þjóðarmorð skilgreint þannig að það felist í einum eða fleiri af eftirtöldum athöfnum, séu þær framdar með það í huga að eyða, í heild eða að hluta, tilteknum þjóðernishópi, kynþætti eða trúarhópi:
— að myrða einstaklinga úr hópnum;
— að valda einstaklingum úr hópnum alvarlegum líkamlegum eða andlegum sársauka;
— að gera lífsskilyrði hópsins vísvitandi þannig að það valdi eyðingu hans í heild eða að hluta;
— að gera ráðstafanir sem ætlaðar eru til þess að hindra barnsfæðingar innan hópsins;
— að færa börn hópsins yfir í annan hóp.
Til að mótmæla þjóðarmorðum sem enn eru stunduð víða um heim!
Viltu vera svo væn/n að skrifa undir
Kærar þakkir fyrir stuðninginn
Solrun Osk Gestsdottir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |