Skiljum vid hvad er ad gerast?

 

Þjóðarmorð hafa verið framin frá aldaöðli, mörg án þess að við látum það skipta okkur máli.
T.d Armenum um aldamótin 1900,
Gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni,
Kambódíu, Seebrenizka síðan Rúanda.
Þetta er bara lítill hluti af því sem hefur verið í okkar annars fögru veröld.
Hvað er svo að gera í Sýrlandi núna?
Samþykkt sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð hljóðar m.a. svona

Samkvæmt 2. grein alþjóðasamnings um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð frá 1948 er þjóðarmorð skilgreint þannig að það felist í einum eða fleiri af eftirtöldum athöfnum, séu þær framdar með það í huga að eyða, í heild eða að hluta, tilteknum þjóðernishópi, kynþætti eða trúarhópi:

— að myrða einstaklinga úr hópnum;

— að valda einstaklingum úr hópnum alvarlegum líkamlegum eða andlegum sársauka;

— að gera lífsskilyrði hópsins vísvitandi þannig að það valdi eyðingu hans í heild eða að hluta;

— að gera ráðstafanir sem ætlaðar eru til þess að hindra barnsfæðingar innan hópsins;

— að færa börn hópsins yfir í annan hóp.

Til að mótmæla þjóðarmorðum sem enn eru stunduð víða um heim!


Viltu vera svo væn/n að skrifa undir
Kærar þakkir fyrir stuðninginn