Áskorun til stjórnvalda - Stöðvið vanrækslu í skólakerfinu

Samkvæmt íslenskum lögum eiga börn að fá jöfn tækifæri til náms. Um það snýst skóli án aðgreiningar. Börn eiga rétt á að sækja sinn hverfisskóla þar sem komið er til móts við náms- og félagslegar þarfir án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis.

 
En á hverjum degi standa margir foreldrar og börn í harðri baráttu við skólakerfið. Baráttu sem ætti ekki að eiga sér stað, því hún snýst um þessi sjálfsögðu réttindi barnanna. 
 
Lengi hefur verið bent á það að skóli án aðgreiningar sé lítið annað en orð á blaði. Stefnan var aldrei innleidd á viðeigandi hátt og skortur hefur verið á fjármagni. Kerfið er brotið og afleiðingarnar eru hörmulegar. 
 
Með því að lögbinda stöður þroskaþjálfa, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, sjúkraþjálfa og talmeinafræðinga í skólum landsins ásamt því að tryggja fjármagn fyrir ráðningum þeirra má bæta líðan margra barna.
 
Við skorum á stjórnvöld að kalla til krísufund og grípa til aðgerða strax fyrir næsta skólaár!
 
 

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Sagan okkar to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.







Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...