Vatnaskil = Núna
Ég krefst gagngerra endurbóta á geðheilbrigðiskerfinu með virðingu og vilja manneskjunnar að leiðarljósi
Ég krefst þess…
…að skilyrðislaus virðing sé borin fyrir vilja manneskjunnar við alla ákvarðanatöku í meðferð við andlegum veikindum eins og öðrum veikindum.
…að manneskja með geðrænan vanda eigi aldrei á hættu að vera svipt sjálfræði sínu
,beitt þvingun/ofbeldi eða andlegri kúgun af nokkru tagi í meðferð.
…að heildræn nálgun með áherslu á jafningjastuðning sé ætíð höfð að leiðarljósi í meðferð.
…að manneskjur með notendareynslu séu alltaf með í ráðum við stefnumótun og taki virkan þátt í framkvæmd þjónustunnar.
…að allir geti gengið að fyrsta flokks geðheilbrigðisþjónustu með áherslu á fjölbreytt samfélagsleg úrræði og persónulega nálgun.
…að gert sé átak á sviði geðræktar og forvarna í öllum þjóðfélagshópum!
Landssamtökin Geðhjálp Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |