Við mótmælum lokun hraðbankans á Stöðvarfirði

Í ljósi fregna af lokun hraðbanka á Stöðvarfirði viljum við minna á að Landsbankinn er ríkisrekið fyrirtæki og hefur skyldum að gegna sem slíkur. Það er samfélagsleg skylda hans að styðja við þjónustu á landsbyggðinni sem og landinu öllu. Með lokun hraðbankans á Stöðvarfirði er hann að bregðast hlutverki sínu sem fyrirtæki í almanna eign. Síðustu ár hefur stöðugt verið að höggva skarð í þjónustu á Stöðvarfirði og með lokun hraðbankans er verið að skerða lágmarksþjónustu sem er íbúum og ferðamönnum sem þar stoppa mjög mikilvæg. Langt er í næsta hraðbanka og enn lengra í útibú heimamanna.

Við undirrituð fordæmum lokun hraðbankans og krefjumst þess að Landsbankinn setji upp nýjan hraðbanka í staðinn fyrir þann gamla.


Íbúasamtök Stöðvarfjarðar    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans