Frístundaheimilið Glaðheima á barnvænni stað
Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Þakkir - Berum erindið áfram á viðeigandi staði
2015-10-02 14:02:18Kæri þátttakandi,
Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn við áskorun foreldra og forsjárfólks barna í frístundaheimilinu Glaðheimum til Reykjavíkurborgar um að finna Glaðheimum betri og barnvænni staðsetningu.
Alls söfnuðust 457 undirskriftir á tilsettum tíma.
Við munum nú flytja erindi hópsins áfram á viðeigandi staði. Fyrst mun verða borið erindi fyrir skóla- og frístundaráð Reykjavíkur.
Nú vonum við það best og krossum fingur fyrir börnin í Glaðheimum.
Verðum í bandi.
Þóra Jónsdóttir