Endurskoðun á banni á einstökum hunda tegundum eða svokölluðum bannlista MAST
Við viljum gjarnan að tekin verði upp endurskoðun á banni á einstökum hunda tegundum á lista MAST yfir bannaðar tegundir á Íslandi.
Við viljum gjarnan að stuðst verði við rök og skynsemi þegar kemur að því að meina eigendum hunda sinna og eða innflutning á bönnuðum tegundum sem hafa verið á þessum lista á þeim forsendum að "þetta séu hættulegar tegundir".
Við viljum gjarnan að hófs sé gætt í tegunda fordómum og þá að lágmarki að staða hvers eiganda og hunds sé metin útaf fyrir sig þegar kemur að því að flytja inn/með hund til Islands.
Og síðast en ekki síst væri faglegt að aðrir en MAST ea þeir sem hafa komið eða koma enn að stofnuninni, verði haldið utan við ákvarðana tökur, heldur leitast að natni við hverskonar ákvarðana tökur sem gæti verið teknar í framhaldi.
Með bestu kveðju,
Perla Dis Ragnarsdóttir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans