Setjum lög um heimilisofbeldi

Quoted post


Gestur

#2

2015-06-11 18:57

Ólst upp við mikla skapbresti og drykkju föður og horfði oft á hann ganga í skrokk á móður minni. Þegar hún dó hafði hún í þó nokkurn tíma verið í hjólastól vegna þess að faðir minn hafði hrint henni niður stiga og brotið greri mjög illa. Og að auki vann ég í nokkur ár á skrifstofu Kvennathvarfs og kynntist mörgum konunum.

Svör


Gestur

#36 Re:

2015-10-30 00:54:31

#2: -  

 Móðir mín átti í stormasömu hjónabandi sem kostuðu nokkrar ferðir fyrir hana á sjúkrahús en faðir minn var iðulega sendur á Klepp.  Eftir að faðir minn fyrirfór sér 1978 og við komumst öll á rétt ról þá tók móðir mín þátt í uppbyggingu kvennaathvarfsins ásamt öðrum fleiri baráttukonum. Ég hef því alltaf borið hlýjar kveðjur til þeirra.