Stöðvum fyrirhugaða lokun á Vin

Athugasemdir

#2202

Nauðsynlegt úrræði. Lokun ú úrræði af þessu tagi kallar á meiri kostnað síðar, fyrir utan þau áhrif sem þetta hefur á líðan fólks sem mætir þarna.

Sóley Veturliðadóttir (Ísafjörður, 2022-12-10)

#2204

Hættið að ráðast á þá sem illa kunna að verja sig. Verið betri en þetta!

Elísabet Auðardóttir (Reykjavík, 2022-12-10)

#2213

Kortir í jól og þið í borgini ætlið að eyðileggja það litla sem þetta fólk hefur. Ég er algjörlega mótfallin þessum aðgerðum ykkar í borgarstjórn. Þessi sparnaður ykkar er algjörlega gerður á vitlaugum grundvelli.
Ég skora á borgarstjóra að skerða sín eiginn laun og þá sem lifa í vellystingum.

Gudrun Gudmundsdottir (Reykjavik, 2022-12-10)

#2215

Það stendur til að skera niður þar sem síst skyldi.það er farið illa með fólk með geðraskanir hér á landi og það er óboðlegt að minnka enn þá litlu þjónustu sem fólk með geðraskanir hefur.

Erna Jónsdóttir (200, Kópavogur , 2022-12-10)

#2216

Þarna átti ég góðar stundir með góðu fólki og það væri synd ef fólk sem er að læra fóta sig í lífinu aftur missti tækifæri að koma þangað í verndað umhverfi ❤️

Kara Kristinsdóttir (Reykjavík, 2022-12-10)

#2219

Ég vil ekki láta loka Vin því að þetta er lífsnauðsynlegt athvarf fyrir þau sem eru með geðræn veikindi og félagslíf fyrir þau.

María Hallgrímsdóttir (Reykjavík , 2022-12-10)

#2226

Vin verður að halda áfram að vera til

Ragnar Stefánsson (Reykjavík, 2022-12-10)

#2235

Hlífa viðkvæmustu jaðar hóp sem sækir þangað í leit að vináttu 🥰

Íris Hera Norðfjörð Jónsdóttir (Mosfellsbær , 2022-12-10)

#2243

Stuðningur við fólk sem glímir við geðraskanir er gríðarlega mikilvægur. Lokun Vinjar væri spor í öfuga átt.

Guðfinna Rúnarsdóttir (Ashford, 2022-12-10)

#2248

þekki konu sem sækir Vin daglega.

Erna Kristjánsdóttir (Hafnarfjörður, 2022-12-10)

#2265

ég veit það eru Mikil lífsgæði sem tapast þeim sem hafa sótt VIN

Halldórsdóttir Unnur Fríða Halldórsdóttir (Reykjavík, 2022-12-10)

#2266

RKÍ stofnaði Vín fyrir 30 áru vegna þess að engin sambærileg starfsemi var til á Íslandi. Nú hefur Rvk. borg verið treyst fyrir starfseminni líkt og í fleiri sveitarfélögum og þá fara þeir svona að ráði sínu!! Svikarar!!!

UMargrét Eiríksdóttir (Reykjavík, 2022-12-10)

#2273

Vin er lifsnauðsynlegt fyrir marga, það yrði dýrara fyrir samfelagið að loka þvi

Heiður Hreinsdóttir (Hafnarfjörður, 2022-12-10)

#2275

Þetta er einn viðkvæmasti hópur fólks og Vin hefur fest sig í sessi sem þeirra griðarstaður.EKKI RASKA STAÐSETNINGUNNI.

Sigurlaug Jónsdóttir (Reykjavík , 2022-12-10)

#2282

Þetta er aðför að veiku fólki sem hefur átt þarna skjól og mannlegt samfélag lengi.

Sigrún Ásgeirsdóttir (Selfoss, 2022-12-10)

#2295

Ég geri mér grein fyrir hvað er í húfi, ekki bara í fjármunum!

Halldóra Pálsdóttir (Kópavogur, 2022-12-10)

#2296

Það er alveg óþolandi að samfélag sem býr við velferð, geti ekki stutt við viðkvæmasta hóp samfélagsins.

Júlíana Einarsdóttir (Mosfellsbær, 2022-12-10)

#2297

Mér finnst vanta meiri skilning í garð fólks með geðraskanir

Erla Dóra Vogler (Akureyri, 2022-12-10)

#2306

Vegna þess að þess þjónustu er nausenlegt.

Bridget McEvoy (Hveragerdi, 2022-12-10)

#2317

Ég skrifa undir því Vin er mjög mikilvægt úrræði sem má ekki loka.
Það er þörf á fleiri úrræðum ekki færri.

Aðalheiður Þorsteinsdóttir (Hafnarfjörður, 2022-12-10)

#2318

Guðbjörg Lilja Pètursdóttir

Guðbjörg Pétursdóttir (Reykjavík , 2022-12-10)

#2326

Vegna þess að Vin er svo frábær staður, nú starfa ég á íbuðakjarna fyrir geðfatlaða og finnst mér ásamt þeim sem ég starfa hjá og með ömurlegt að verið sé að fara loka Vin.

Magnea Jonsdottir (Hafnarfjörður, 2022-12-10)

#2328

Undirrituð á son og frænda sem sækja stuðning til Vinar. Vin er gríðalega mikilvægt fyrir bata þessa viðkvæma hóps manneskja og oft eina félagslega tengingin sem fólk hefur sem ekki getur leitað stuðnings fjōlskyldu sinnar vegna eðli sjúkdómsins. Undirrituð hefur setið i aðstandenda hópi Geðhjálpar og auk þess i aðalstjórn Gephjálpar. Að loka Vin yrði dýrt stórslys fyrir samfélagið. Fólk velur sér ekki veikindi! Viljum við ekki efla eftirfylgni og auka lífsgæði þeirra sem minnst mega sín og ekki geta borið hōnd yfir hōfði sér? Er þá sparnaður hagræðing að loka fyrir svona mikilvæga þjónustu ?
Virðingafyllst,
Vala Lárusdóttir

Vala Lárusdóttir (Asker , 2022-12-10)

#2330

Þetta er ekki vel ígrunduð ákvörðun hjá ykkur. Vinsamlegast endurskoðið!

Birna Óskarsdóttir (Kópavogur, 2022-12-10)

#2333

Leiðréttum þessa skammsýni, Vin er heimili óskaplega mikilvægrar starfsemi, alúðar og stuðningsvinnu handa þeim sem hafa ekki annað að leita.

Saga Kjerúlf Sigurðardóttir (Reykjavík, 2022-12-10)

#2337

Mér finnst ólíðandi að svona gjörningur eigi sér stað á árinu 2022.
Málið er að draga þetta til baka.

Guðrún Halldórsdóttir (Hafnarfjörður , 2022-12-10)

#2340

Það væri skandall að loka á þá skjólstæðinga sem sækja Vin, margir þeirra eiga ekki í önnur hús að vernda félagslega og tilheya mjög viðkvæmum hóp.

Helga Þórunn Sigurðardóttir (Hafnarfjörður, 2022-12-10)

#2342

Mannvonska að loka þessum stað sem er annað heimili þessa fólks

Kjartansdottir Gunnlaug (Blönduós, 2022-12-11)

#2358

Við undirrituð mótmælum harðlega áformum Reykjavíkurborgar um að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er gífurlega mikilvægt athvarf fólks með geðraskanir sem sumt hefur engan annan stað til að sækja stuðning og félagsskap. Hlúum að þeim sem þurfa á því að halda. Stöðvum þessi afleitu áform.

Þórey Sigþórsdóttir (Reykjavík, 2022-12-11)

#2360

Þetta er fáránleg ákvörðun til sparnaðar. Kemur sér hræðilega fyrir þá sem á þessu þurfa að halda. Hvað kemur í staðin????)

Jonina Hauksdóttir (Reykjavik, 2022-12-11)

#2365

Ég skrifa undir vegna þess að ég hef séð hvernig starfið þarna fer fram, og veit að það er sannarlega ástæða til að halda því áfram. Þarna kemur fólk sem fer annars ekki út úr húsi - og á góða stund við taflborðið, eða kaffispjall við starfsfólk og aðra gesti. Þetta félagslíf getur verið lífsnauðsyn. Höldum því lifandi.

Ragnheiður Ólafsdóttir (Reykjavik, 2022-12-11)

#2391

Það verða stór mistök að loka jafn mikilvægri starfsemi og þessari.

jón Gunnarsson (Hafnarfjörður, 2022-12-11)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...