Stöðvum fyrirhugaða lokun á Vin

Athugasemdir

#3007

Dagur er að halda áfram að brjóta niður innviði borgarinnar

Pétur Jóhann Sigvaldason (Reykjavík , 2022-12-12)

#3008

Blöskrar gróflega að svona sé komið fram við það fólk sem sækir Vin og margt af því hefur ekkért annað tengslanet í lífi sínu og það að loka rímar ekki við allt tal um nauðsyn þess að fólk sé ekki aleitt og það þurfi að rjúfa félagslega einangrun. Grimmdin er milljónföld með læknir sem borgarstjóra, svei honum og öllum þeim sem samþykktu þetta !

Hjördís Vilhjalmsdóttir (Reykjavik, 2022-12-12)

#3010

Þetta úrræði bjargar lífum, þyrfti að innleiða fleiri t.d á landsbyggðinni. Sé ekkert jákvætt við lokun.

Brynja Möller (Akureyri, 2022-12-12)

#3022

Einstaklingar sem samfélagið ber að leggja lið.

Hreinn Pálsson (Akureyri, 2022-12-12)

#3034

Mér finnst ótækt að það sé verið að loka þessu athvarfi.

Kolbeinn Ari Hauksson (Reykjavík, 2022-12-12)

#3038

Þessi starfsemi er gríðarlega mikilvæg þeim sem sækja þangað og ólíklegt að annar staður bjóði upp á sambærilega þjónustu

Nína Jensen (Akureyri, 2022-12-12)

#3041

Ég skrifa undir vegna þess að fólk með geðraskanir þarf á því að halda að geta verið í samneyti við aðra, á sínum forsendum. Félagsleg einangrun er eitt það versta í þessu sambandi.

Pétur Jóhannes Guðlaugsson (Puerto de Santiago, Tenerife, 2022-12-12)

#3044

Vin er gríðarlega mikilvæg fyrir fólk sem glímir við geðraskanir. Sá hópur hefur verið vanræktur í okkar samfélagi og með þessu tekur steininn úr.

Helga Thordardottir (Reykjavík, 2022-12-12)

#3048

Allir hafa rétt á að hafa stað þar sem þeir geta leitað til og verið á þar sem þeim líður vel og eru öruggir.

María Bertudóttir (Akureyri , 2022-12-12)

#3052

Þetta er mjög nauðsynlegt félagsstarf

Róbert Gunnarsson (Reykjavík , 2022-12-12)

#3057

Þetta er virkilega mikilvægt úrræði sem verður að varðveita.

Hrefna Gísladóttir (Reykjavík, 2022-12-12)

#3071

Ég skrifa undir vegna þess að Vin er lísnauðsynleg fyrir svo marga sem þangað sækja í félagsskap sem þau annars hefðu ekki.

Kristinn Eiðsson (Kópavogur, 2022-12-13)

#3084

Fáránleg framkvæmd, frekar lækka laun starfsmanna og embættismanna ráðhússins.

Hlíf Sigurjónsdóttir (Reykjavík, 2022-12-13)

#3088

Ég er sjálf með geðsjúkdóm og Lauti og Grófin starfssemi með fólk með geðrænar áskoranir. Þessi starfsemi hjálpar mér að hafa rútínu í deginum og hitta fólk, get ekki hugsað mér hvernig heilsa mín mundi hraka ef þessi stsrfsemi væri ekki til staðar. Vin má ekki loka þetta varðar líf fólk og andlega heilsu sem mundi hraka og vera dýrara fyrir samfélagið þegar ôllu er á botinn hvolt

Edda Heiðarsdóttir (Akureyri, 2022-12-13)

#3096

Ég skrifa undir vegna þess að ég er orðin þreytt á að borgin hóti reglulega að loka Vin. Sem félagsráðgjafi á sínum tíma hjá borginni fór ég þangað margoft vegna skjólstæðinga og starfsemin er sannkölluð Vin í eyðimörkinni fyrir þá sem þangað sækja. Frábært starf, friður og ró og nauðsynlegt athvarf.

Hanna Steinsson (Reykjavík, 2022-12-13)

#3108

EKKI LEGGJA ÞETTA NIÐUR

marsibil sol (Reykjavik, 2022-12-13)

#3113

sjá texta undir myndinni

Svandis Sigurdardottir (Reykjavík, 2022-12-13)

#3114

Þetta er skelfilegt að nokkrum skuli detta í hug að loka þessari starfsemi.

Björk Valsdóttir (0311 Borgarnes, 2022-12-13)

#3130

Þekki þennan stað vel. Fór með fólk í kynningarferðir þegar ég starfaði á geðdeild. Bara alltaf æðislegt að koma þarna!

Atli Pálsson (rvk, 2022-12-13)

#3131

Ég bý í miðborg Reykjavíkur. Athvarf, aðstaða og viðeigandi starfssemi fyrir alla sem í borginni búa á þar heima. Hið opinbera á þó ekki að vera undanskilið ábyrgð þeirra sem hafa notið þjónustunnar.

Hólmfríður Garðarsdóttir (Reykjavík, 2022-12-13)

#3133

Ég skrifa undir vegna þess að mér finnst fólkið sem ætlar að loka Vin viti ekki hvað það er að gera, hafi ekki kynnt sér starfsemina þar.

Rannveig Haraldsdóttir (Reykjavik, 2022-12-13)

#3136

Allir eiga rétt á samastað

Svanhvít Bragadóttir (Kóðavogur, 2022-12-13)

#3145

Þessi starfsemi er bráðnauðsynleg fyrir þann hóp sem kemur þangað. Alltaf verið að höggva á hnútinn þar sem hann er lausastur. Reykjavíkurborg væri nær að draga saman annarstaðar, langur listi sem hægt væri að telja upp þar.

Margrét Guðmundsdóttir (Kópavogur, 2022-12-13)

#3154

Nú er komið nóg. Það er búið að loka eða hætta nógu mörgum aðsetrum og úrræðum fyrir fólk með geðraskanir. Yfirvöld viljiði hætta að byggja fólk upp bara til að brjóta það aftur niður. Þekki einstaklinga sem munu sjálfsagt aldrei prufa neitt úrræði aftur eftir að ýmsum úrræðum var lokað á síðustu áratugum (m.a. í Hvítabandi og Hátúni) og fólkið sett út í kuldann. Fyrir utan hvað þetta er sérstaklega ómannúðlegt þar sem margir með geðraskanir hafa ekki tök á að mótmæla þá er þetta mikill auka kostnaður fyrir samfélagið því í dag þurfa sumir af þessum einstaklingum miklu meiri aðstoð en ef úrræðin sem byggðu þau upp væru enn í boði. Auk þess eru margfeldisáhrif því auðvitað á fólk með geðraskanir fjölskyldur. Fjölskyldur sem þurfa enn og aftur að horfa upp á ástvini sína einangra sig og gleðina í augunum dofna að nýju.

Aldís Alfreðs (Búðardal, 2022-12-13)

#3155

Mannúðin fer halloka í þessu samfélagi. Græðginni er hampað á kostnað þeirra sem minna mega sín. Stjórnmálamenn þessa lands eru langflestir sjálfhverfir og hugsjónalausir.

Guðbjörn Guðmundsson (Reykjavík , 2022-12-13)

#3157

!!!

Helga Hólmfríðardóttir (Kópavogur, 2022-12-13)

#3158

Vin er fallegasta og mikilvægasta framtak í allri Reykjavík. Það byggir á jafningjastarfi, sjálfboðavinnu, samvinnu og umburðarlyndi. Þetta veitir ómetanlegan félagslegan stuðning fyrir svo marga. Að loka þessu starfi er skelfilegur glæpur. Ef borgin þarf að spara, leitið í eigin barm.

Jón Karl Stefánsson (Reykjavík , 2022-12-13)

#3159

Sparnaðurinn í þessu tilviki er alls ekki sparnaður

Anne Marie Jensen Kristjánsdóttir (Reykjavik, Iceland, 2022-12-13)

#3160

hræðileg ákvörðun

Ágústa Guðrúnardóttir (reykjavík, 2022-12-13)

#3170

Mótmæli lokun á Vin.

Heiðrún Helga Snæbjörnsd (Reykjavík, 2022-12-13)

#3176

Ég skrifa undir vegna þess að þetta milkilvægt athvarf fyrir stóran hóp fólks! Fólks sem stendur guðunum næst og þarf á okkar stuðningi að halda!!

Haukur Jónasson (Kopavogur, 2022-12-13)

#3180

Ég vinn á Kleppi og ég veit að Vin skiptir mjög miklu máli fyrir minn skjólstæðingahóp. Margir hafa haldið tryggð við Vin í áraraðir og fólk með geðfatlanir á margt erfiðara með breytingar en margir aðrir. auk þess finnst mér að það megi vel taka til í yfirbyggingunni hjá Borginni.

Gudrun Thorsdottir (Reykjavík, 2022-12-13)

#3183

Þetta er hópur með mikla einangrun.
Þarf á samskiptum að halda.

Hulda Baldvinsdóttir (Hafnarfjörður , 2022-12-13)

#3188

Mér finnst það vera okkur til skammar að loka þessum stað.

Sigríður Einarsdóttir (Seltjarnarnes, 2022-12-13)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...