Stöðvum fyrirhugaða lokun á Vin

Athugasemdir

#3204

Það á tvímælalaust að styðja með öllum tiltækum ráðum við þá sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu.

Kristján Hálfdánarson (Reykjavík , 2022-12-14)

#3207

Eg hef unnið þar nokkrum sinnum og þessa aðstöðu má alls ekki loka fyrir.

Hallbeck Elisabet (Reykjavik , 2022-12-14)

#3217

Hvað er eiginlega í gangi á þessu landi? Eru ráðamenn að reyna að slá heimsmet í skammsýni fyrir einhverja aura? 😣

Erna Hlín Einarsdóttir (Mosfellsbær, 2022-12-14)

#3218

Starfið er óendanlega mikilvægt.

Jón Pétur Zimsen (Reykjavík, 2022-12-14)

#3219

Þetta er glórulaust athæfi af hálfu borgaryfirvalda.

Berglind Þórsteins (Reykjavík, 2022-12-14)

#3225

Ég starfaði í áratugi innan geðsviðs Lsh og þekki þennan málaflokk vel. Tel að lokun Vinjar yrðu mjög alvarleg mistök.

Þorgerður Gunnarsdóttir (Kópavogur , 2022-12-14)

#3247

Ég skrifa undir vegna þess að það væri synd og skömm að loka þessu góða athvarfi.

Helga Jensdottir (Reykjavik , 2022-12-14)

#3258

Óheilbrigt samfélag veikir stöðu fátækra og jaðarsettra. Veljum heilbrigt samfélag í staðinn.

Hlynur Vilhjalmsson (Reykjavik, 2022-12-15)

#3259

Það þarf að bæta í, ekki skera niður. Hjálp!!!

Elvar Sævarsson (reykjavík, 2022-12-15)

#3260

Gott starf unnið í Vin.

Aðalsteinn Thorarensen (Reykjavík, 2022-12-15)

#3289

það gengur gegn Mannréttinda- og Félagsmálasáttmálum Evrópu að yfirvöld beiti sér í þágu félagslegrar einangrunar fólks og því er mikilvægt að úrræði á borð við Vin sé haldið opnu og virku.

Martha Laxdal (Akureyri, 2022-12-15)

#3313

Það á ekki að spara hjá veiku fólki!!!

Erla Sigurdardottir (Mosfellsbær, 2022-12-15)

#3318

Mér finnst rangt að loka Vin

Gísli Kjartansson (Garður, 2022-12-15)

#3319

Þetta er mjög mikilvægt athvarf fyrir fólk með geðraskanir.Við höfum mjög vel efni á þessu,þetta ríka þjóðfélag.Verum mannleg og sýnum stuðning .

Sigrún Einarsdóttir (Reykjavík, 2022-12-15)

#3321

Það er mikilvægt að eiga athvarf og geta verið í félagsskap

Jóhanna Eiríksdóttir (Reykjavík , 2022-12-15)

#3330

Þessi lokun er gjörsamlega ótæk, heimskuleg, illgjörn og ömurleg.

Birta Guðjónsdóttir (Reykjavík, 2022-12-16)

#3335

Ég vil búa í þjóðfélagi sem grípur alla ekki bara suma.

Kristján Arnar Ingason (Ísafjörður, 2022-12-16)

#3346

Það væri glapræði að loka Vin. Kostnaður fyrir samfélagið yrði meiri á endanum. Hvers vegna styrkir ekki ríkið Vin þar sem kostnaður við lokun kæmi að einhverju leiti niður á ríkinu.

Ólafía Daníelsdóttir (Reykjavík , 2022-12-16)

#3351

Þetta er svo mikilvægt fyrir einstæðinga og aðra sem eru ylla settir félagslega. Spari heldur eitthv annað í öllu bruðlinu ykkar.

Gunnlaug Ólafsdóttir (Reykjavík, 2022-12-16)

#3352

Ég skrifa undir því ekki eru allir fæddir með silfurskeið í munni og þurfa hjálp

Jón Pálsson (Tálknafjörður, 2022-12-16)

#3353

Ég styð fólk!

Gunnar Árnason (Akureyri, 2022-12-16)

#3354

Bráðnauðsynleg þjónusta.

Kolbrún Þorgeirsdóttir (Garðabær, 2022-12-16)

#3360

Ég vil að hlúð sé sérstaklega að geðfötluðum og Vín er mikilvægur í að styrkja þeirra félagslegu færni og vinna á móti einangrun þessara einstaklinga. Það eru sjálfsögð mannréttindi sem borgin er að brjóta á. Skammarlegt

Amalia Sorensdóttir (Hafnarfjörður , 2022-12-17)

#3362

Vin hefur hjálpað mörgum og gerir það áfram

Asdis Sigurdardottir (Varberg, 2022-12-17)

#3385

það má ekki loka Vin. Vin bjargar lífum.

Helga Óskarsdóttir (Reykjavik, 2022-12-17)

#3388

Þessi ákvörðun borgaryfirvalda er mikil skammsýni. Vin er sannkölluð vin í eyðimörk fyrir mjög marga einstaklinga.

Margret Hakonardottir (Reykjavík , 2022-12-18)

#3389

píratar, samfylking, framsókn og viðreisn ætla að níðast á okkar minnstu bræðrum og systrum með lokun þessarar grunnþjónustu, þó það sé og hafi verið verkefni sveitarfélaga frá upphafi byggðar að annast framfærslu þeirra sem minna mega sín. Ef við látum þetta yfir okkur ganga, þá verðum við samsek í þessum óhæfuverknaði.

Brynjolfur Gíslason (Reykjavik, 2022-12-18)

#3393

Þetta er lífsnauðsinlegt starf og kostar ekki neitt miðað við bruðlið hjá ríki og sveitafélögum.

Jóhannes Pétursson (Reykjavík, 2022-12-18)

#3395

Stefnan á að vera AÐ AUKA þjónustu en ekki leggja af það litla sem boðið er uppá fyrir viðkvæman hóp af fólki.

Svanfríður Hallgrímsdóttir (Reykjavík , 2022-12-18)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...