Áskorun á stjórn Menntavísindasviðs

Athugasemdir

#1

Ég rita undir þennan lista því mér finnst ekki hinu virta fræðasamfélagi Háskóla Íslands sæmandi að ráða inn einstakling sem sérfræðing á ákveðnu sviði... þegar hann hefur menntun og reynslu úr allt öðru fræðasviði.

(Reykjavík, 2017-04-24)

#2

Finnst það alveg út í hött að ráða sé verið taugasálfræðing til þess að sjá um kennslu í tómstunda og félagsmálafræði, það er ekkert að því að ráða fagmenntaða aðila inn , en það er algjört lágmark að þeir séu ráðnir inn á þeir deildir sem þeir hafa sérfræðimenntun á. Ef sú er raunin að þetta eigi að viðgangast hver er þá tilgangurinn að læra eitthvað annað en sálfræði því það virðist þá gulltryggja manni stöðu við kennslu á öðrum brautum háskólans fram yfir þá sem hafa menntun og reynslu á viðeigandi sviði. Þetta er til skammar og þyrfti háskólinn að fara að endurskoða hvern hann er að fá til þess að sjá um að meta hæfi þeirra sem þar starfa því svona vinnubrögð eru allveg fáránleg og til þeirra sem sáu um þetta hæfnismat þá vil ég óska þeim til hamingju, því það er akkúrat svona sem maður vinnur með rassgatinu. Ef þessi hálfvitaskappur á að fá að viðgangast þá er lítið varið í það sem kallast fagmennska hjá þeim sem stýra þessari stofnun.

(Reykjavík, 2017-04-24)

#9

Þetta er algjörlega ömurleg og hreint út sagt dónaleg ákvörðun gagnvart þessum goðsagnakenndu fræðimönnum!

(Reykjavík, 2017-04-24)

#14

Það er alveg óásættanlegt að gengið sé frá mjög hæfum starfsmönnum deildarinnar þegar verið er að ráða í nýjar lektorsstöður í deildinni.

(Kópavogur, 2017-04-24)

#20

Ég skrifa undir því ég sem nemandi í tómstunda- og félagsmálafræði ég hef áhyggjur af stöðu minni sem nemanda. Það hefur í mörg ár verið unnið í því að bæta stöðu tómstunda- og félagsmálafræðinnar innan menntavísindasviðs og Háskóla Íslands. Ég vil vita það að námið mitt sé jafnvígt öðrum og það að aðrar greinar geti ekki trompað okkar fræðasvið. Það er ósanngjarnt gagnvart okkur sem nemum og útskrifuðum tómstunda- og félagsmálafræðingum að lítið sé framhjá okkar þekkingu.

(Reykjavík, 2017-04-24)

#30

Þvílíkt og annað eins bull að ráða virtann vísindamann úr heilbrigðisvísindum í stað þess að ráða annan hvorn af þessum frábæru einstaklingum.
Bæði Árni og Jakob væru flottir og vel að sér í starfi á þessu sviði.

(Kópavogur, 2017-04-24)

#35

Þetta þarf að skoða betur. Mjög skrítið.

Hver eru rökin fyrir þessum vinnubrögðum?

(Akranes, 2017-04-24)

#44

Þessi ákvörðun þykir mér alveg úr takt við það sem ég hef upplifað í mínu námi í tómstunda- og félagsmálafræði. Það að ganga framhjá tveimur mönnum sem báðir eru menntaðir í tómstunda- og félagsmálafræðum og ráða menntamann af heilbrigðisvísindasviði segir okkur sem nemendum að okkar menntun er greinilega ekki metin til jafns á við aðra menntun háskólans.
Árni og Jakob hafa báðir sérhæft sig á þessu sviði, unnið að uppbyggingu námsins um árabil og sannað að þeir eigi báðir fullt erindi í þessa stöðu.
Þessa ákvörðun þarf að endurskoða eða rökstyðja vel og vandlega.

(Reykjavík, 2017-04-24)

#75

Furðuleg vinnubrögð hér á ferð. Ég er nú á þriðja ári í tómstunda- og félagsmálafræði og hef ekkert annað en gott að segja um Árna og Jakob. Ég gæti setið hérna klukkutímum saman og talið upp allar þær ástæður sem gera Jakob og Árna vel að þessu komnir og því þykir mér þetta móðgandi fyrir okkar nám og þessa miklu fagmenn að þeir séu ekki taldir hæfir til þess að sinna þeim störfum sem þeir hafa sinnt undanfarin ár. Þetta þarf nauðsynlega að endurskoða!

(Kópavogur, 2017-04-24)

#85

Algjörlega út í hött ákvörðun af hálfu Háskóla Íslands! Þetta þarf að endurskoða og það sem fyrst.

(Reykjavík, 2017-04-25)

#93

Það er mikilvægt að sú fagþekking sem hefur byggst upp í tómstunda- og félagsmálafræði bæði á vettvangi og í HÍ varðveitist

(Hafnarfjörður, 2017-04-25)

#108

Hér eru tveir mjög dýrmætir starfskraftar metnir óhæfir, en fólk af allt öðru fræðasviði með menntun sem ekki fellur að starfslýsingu ráðið. Þetta á ekki að líðast í háskólasamfélaginu og er valvirða við fag tómstunda- og félagsmálafræðinga.

(Garðabær, 2017-04-25)

#110

DUhh

(Hafnarfjörður, 2017-04-25)

#114

1) Tómstunda og félagsmálafræði er alvöru fag sem ekki má tala niður. Í engri annarri grein innan HÍ hef ég séð t.d. mannfræðing ráðinn til að kenna sálfræði. Félagsráðjgafa ráðinn til að kenna læknisfræði o.s.frv. Þetta er óskiljanlegt og ber vott um sorglegan skort á skilningi á faginu. Í starfslýsingunni kom skýrt fram að tómstunda og félagsmálafræði SÉRþekkingu og reynslu þyrfti. Það þarf að efla deildina með því að ráða inn fólk með sérhæfða tómstunda og félagsmálafræðiþekkingu og kennslureynslu og það er það sem nemendur eiga skilið.
2) Báðir lykilstarfsmenn hafa verið duglegir í erlendu samstarfi. Við uppbyggingu sama náms erlendis hefur verið litið til þess hvernig þeir og annað frábært fagfólk við deildina hafa byggt upp deildina.
3) Tómstunda og félagsmálafræði er starfsnám og það má ekki gleymast. Báðir hafa áratuga reynslu af vettvangi sem þeir hafa miðlað til nemenda og sem nemendur taka með sér út í líf og störf.
4) Til þess að styrkja deildina þarf að hlúa að mannauðnum. Þessi mannauður hefur orðið til þess að nemendafjöldinn hefur margfaldast síðustu ár. Það þarf að viðurkenna vel unnin störf með framgangi í starfi.

(Stokkhólmur, 2017-04-25)

#148

Mér ofbjóða svona vinnubrögð og þessi lítilsvirðing við fræðasviðið

(Garðabær, 2017-04-26)

#149

Algjörlega óásættanlegt.

(Hafnarfjörður, 2017-04-26)

#151

Í starfslýsingu kemur fram að viðkomandi þurfi að hafa meistaragráðu og mikla reynslu. Doktorsnemarnir hafa hvort tveggja.

(Reykjavík, 2017-04-27)