Leggjum niður samræmd próf
Athugasemdir
#4
Ég er grunnskólakennari og tel prófin ekki þjóna tilgangi sínum.(Akureyri, 2018-03-09)
#6
Samræmd próf eru tímaskekkja og þau hamla framsæknu skólastarfi með grunnþætti menntunar að leiðarljósi.(Akranes, 2018-03-09)
#16
Er grunnskólakennari og foreldri barna sem hafa gengið í gegnum þessi próf, sé nákvæmlega ekkert jákvætt við þau og eru mikil tímaskekkja.(Reykjavík, 2018-03-09)
#24
Ég get ekki séð á hvaða hátt samræmd könnunarpróf bæti skólastarf eða styðji við fjölbreyttan hóp nemenda sem reynir að ná eins langt og hann getur á eigin forsendum í margbreytilegu samfélagi númtíma og framtíðar.(Borgarnes, 2018-03-09)
#69
Kvíða- og streituvaldur !(108, 2018-03-10)
#76
Þetta er bara meira stress fyrir krakka.(Keflavik, 2018-03-10)
#78
Samræmd próf eru tímaskekkja og mæla bara hæfileik, færni og getu lítils hluta barna(Vestmannaeyjar, 2018-03-10)
#87
Þetta er gjörsamlega úrelt tæki til að mæla getu og þekkingu nemenda.(201 Kópavogur, 2018-03-10)
#92
Þetta er löngu úrelt og eykur á kvíđa(Akranes, 2018-03-10)
#93
var á eftir í skóla, gekk illa að læra í bokum, en mjog vel i td list og verk. Var þá talinn tossi(akranes, 2018-03-10)
#100
Ég er kennari og þekki vel til málsins(Bolungarvík, 2018-03-11)
#101
Tímaskekkja(Selfoss, 2018-03-11)
#102
Við þurfum ekki samræmd próf til þess að segja okkur hver staða einstakra nemenda er. Til þess höfum við kennara innan skólanna. Kennarar eru fagfólk.(Reykjavík, 2018-03-11)
#111
Samræmd próf hafa misst tilgang sinn i þeirri mynd sem þau eru i dag(Borgarnes, 2018-03-11)
#115
Ég skrifa undir vegna þess að þessi próf eru hræðileg tímaskekkja, þau stýra kennslunni því allt snýst um að ná sem bestum árangri svo skólinn fái ekki neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum.Þau mæla einungis lítið brot af kunnáttu/þekkingu nemenda. Hef haft nemanda sem vissi nánast ekkert um efnið í prófi sem hann tók en var mjög heppinn þegar hann giskaði og krossaði við og fékk fínustu niðurstöðu.
Prófin eru hræðileg fyrir þá sem glíma við prófkvíða og eru glötuð fyrir þá sem eru með dyslexíu.
Ég sem kennari hef ekki samvisku í að láta þau viðgangast lengur!
(Oslo, 2018-03-11)
#118
Prófin eru löngu úreld og ekki einstaklingsmiðuð, oft niðurbrjótandi og ég vil þau burt. Ef kennarar eru að segja krökkunum að þessi próf skipti engu máli því í ósköpunum er þá verið að skikka þau í þau?!(Reykjavik, 2018-03-11)
#128
Ég skrifa hér undir vegna þess að þetta er algjör tímaskekkja og það er löngu kominn tími á að losna við þetta rugl.(Egilsstaðir, 2018-03-11)
#129
Samræmd próf eru úrelt og mikil tímaskekkja.(Vestmannaeyjar, 2018-03-11)
#145
Tel að þessi próf komi í veg fyrir þróun á skólakerfinu. Það fer of mikill tími í undibúning fyrir prófin, tími sem væri betur varið í virkt skólastarf. Niðurstöður hafa sýnt að við erum á botninum meðal þjóða í námi í grunnskóla sem er ekki boðlegt og ef til vill eiga prófin einvern þátt í því. Tek heilshugar undir skoðanir um :þau samrýmist ekki hugmyndum um skóla fyrir alla og einstaklingsmiðað námþau stuðli að einsleitu skólakerfi og hamli skólaþróun
þau séu úrelt mælitæki á gæði skólastarfs og hæfni nemenda
að tími nemenda og kennara sé betur nýttur til framsækins skólastarfs án þeirra.
(Höfn, 2018-03-12)
#152
Ég á barn sem er með adhd og lesblindu. Var ávallt heima þegar hinir krakkarnir tóku prófin. Vil skólakerfi fyrir alla og í burtu með allt sem veldur mismunun. Þar á meðal þessi samræmdu próf.(Ísafjörður, 2018-03-12)
#154
Samræmd próf eru alger tímaskekkja í nútíma skólastarfi og ættu fyrir löngu að vera að hætt.(Reykjavík, 2018-03-12)
#159
Ég er kennari og nútímakona!(Reykjavik, 2018-03-13)
#165
Framkvæmd síðustu samræmdra prófa var óásættanleg. Ef á að halda úti svona prófum þá á að gefa upp hvað er til prófs og treysta viðkomandi kennurum fyrir fyrirlögn og yfirferð.(Reykjavík, 2018-03-14)
#174
Prófin eru barn síns tíma, samræmast engan veginn einstaklingsmiðuðu námi og gagnast fyrst og fremst ákveðnum framhaldsskólum til að finna einstaklinga sem henta þeirra skólum. Frekar ætti að taka upp inntökupróf í framhaldsskólunum sem miða að því að mæla hverjir henta inn í þeirra skóla út frá þeirra áhersluatriðum(Reykjavík, 2018-03-19)
#177
Samræmd prof eru fullkomlega osamræmd a hæfni olikra einstaklinga.(Berlin, 2018-03-29)