Við viljum Langspil aftur á dagskrá!

Athugasemdir

#1

Ég vil samastað fyrir nýja íslenska tónlist í útvarpi allra landsmanna!

(Reykjavík, 2018-09-17)

#3

Það er mikilvægt fyrir Íslendinga í útlöndum að vita hvað er í gangi í íslenskri músík á hverjum tíma.

( Berlin, 2018-09-17)

#5

Lifi Langspil!

(Reykjavík, 2018-09-17)

#8

Það er mjög mikilvægt að hafa þátt sem spilar innsent efni frá tónlistarmönnum, hvort sem það efni telst líklegt til vinsælda eða ekki og hvort sem það passar inn í þennan eða hinn kassann eða ekki. Það er enginn annar þáttur að sinna þessu hlutverki.

(Reykjavik, 2018-09-17)

#10

Er ekki Rúv með menningarhlutverk?

(Reykjavík, 2018-09-17)

#12

útvarp allra landsmanna á að sýna sem mesta breidd og Langspil er mikilvægur hluti af þeirri breidd.

(Reykjavík, 2018-09-17)

#18

Ég skrifa vegna þess að þessi þáttur er frábær fyrir íslenska tónlistarmenn til þess að koma sér á framfæri en án útvarpsspilun er ansi erfitt að meika það. Aðrir þættir spila bara það sem er vinsælt og síðan búið og gleymt eftir nokkrara vikur

(Reykjavík, 2018-09-18)

#28

Íslensk tónlistarsena hefur sjaldan verið jafn fjölbreytt, forvitnileg og öflug og hún er í dag. Alveg frá upphafi hefur þátturinn Langspil hlúð sérstaklega vel að þessum sterku einkennum og þá ekki síst afurðum yngri tónlistarmanna sem eru að hasla sér völl í bransanum. Að leggja þennan þátt af er hreinlega slæm og röng ákvörðun sem er hreinlega óskiljanleg.

(Reykjavík, 2018-09-18)

#29

Ekki hætta með það sem vit er í!

(Seltjarnarnes, 2018-09-18)

#34

Mig finnst rikismidlar mega vera eitthvad annad en vanhaeft pakk..
Ras2 er utvarp unga folksins ekki eldriElitu

(Reykjavik, 2018-09-18)

#35

Sem tónlistarmaður hefur Langspil veitt mér tækifæri til að koma eigin tónlist á framfæri tvisvar sinnum, með þeim afleiðingum að mun fleiri heyrðu hana en hefðu annars gert. Þess konar gátt að eyrum almennings er ómetanleg, og alveg einstök í íslensku fjölmiðlaumhverfi. Auk þess hef ég fengið að hlusta á meiri háttar íslenska neðanjarðartónlist sem ég hefði annars aldrei kynnst. Langspil er verðmætur útvarpsþáttur sem hvaða ríkismiðill sem er, um alla Evrópu og þó víðar væri leitað, myndi varðveita af krafti og vera stoltur af. Að lokum bendi ég á að í stefnuáherslum ykkur stendur:

"RÚV hlustar og tekur mark á almenningi með markvissri notkun rýnihópa, gagna og kannana."

Vonandi takið þið mark á almenningi í þessari undirskriftasöfnun.

(Reykjavík, 2018-09-18)

#36

Áfram Langspil! Áfram grasrót íslenskrar tónlistar!

(Hafnarfjörður , 2018-09-18)

#37

Heiða er frábær.

(kópavogur, 2018-09-18)

#54

Ég skrifa undir vegna þess að Þetta er eini þátturinn sem sinnir íslenskri utangarðs tónlist sem ekki fær spilun í öðrum þáttum hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna. Heiða á hrós skilið fyrir sitt framtak í þættinum Langspili. Mér finnst það döpur niðurstað að taka Langspil af dagskrá Rásar 2.

(Kópavogur, 2018-09-18)

#56

Áfram menning!

(Reykjavík, 2018-09-18)

#57

Þetta er með fjölbreyttari þáttum á rás 2 og það er öllum mikill missir ef þessi þáttur hverfur úr loftinu

(Akureyri, 2018-09-18)

#63

Einasti þátturinn þar sem hægt er að heyra og kynnast spennandi íslenska tónlist .

(Oslo, 2018-09-18)

#66

Einfalt, þetta skiptir máli.

(Borgarnes, 2018-09-18)

#68

Þetta er einn helsti vettvangurinn fyrri Íslensku grasrótina í tónlist og nýjar hljómsveitir til að koma efni sínu í spilun í útvarpi.
Heiða hefur verið dugleg að kynna þetta nýja efni sem annars hefði sennilega ekki fengið að heyrast nema þá kannski í skúrnum en sá þáttur er líka til mikillar fyrirmyndar.

(Brighton , 2018-09-18)

#88

Þátturinn Langspil er einn skemmtilegasti þátturinn á Rás2, þar hef ég heyrt mjög áhugaverða íslenska tónlist sem ég hefði annars að öllum líkindum ekki heyrt.

(Hafnarfjörður, 2018-09-18)

#94

Frábær þáttur!

(Reykjavík, 2018-09-18)

#95

Uppáhaldsþátturinn minn og með puttan á púlsinum.

(Reykjavík, 2018-09-18)

#96

Þetta er einn af örfáum - ef ekki eini - möguleikinn fyrir unga sprotalistamenn að koma fram í útvarpi með verk sín.

(Akureyri, 2018-09-18)

#105

Þetta er eini vettvangurinn þar sem hægt er að ganga að vísu að ný íslensk tónlist sé spiluð. Fyrir okkur sem dveljum stundum langdvölum erlendis þá er það mikilvæg tenging við íslenska menningu.

(Helsinki, 2018-09-18)

#107

Langspil er langflottasti þátturinn þar sem farið er kerfislega yfir grósku sem kraumar í íslensku tónlistarlífi.

(Reykjavík, 2018-09-18)

#112

Hafið skömm fyrir að taka þetta af dagskrá! Hvar á jaðartónlistin heima núna?

(Hafnarfjörður, 2018-09-18)

#113

Rás tvö á að vera framvörður íslenskrar tónlistar - líka þeirrar tónlistar sem hvergi kemst á spilunarlista. Langspil þjónar forvitnum hlustendum.

(Reykjavík, 2018-09-18)

#118

Ég er sammála, það er mikil þörf fyrir þennan þátt. Ef ekki væri fyrir hann hefði vinur minn Ingvar Valgeirsson jafnvel aldrei fengið að hljóma í úbartinu!

(Reykjavík, 2018-09-18)

#119

Langspil var lengi eini þátturinn sem var til í að gefa tónlistinni minni sjéns í útvarpi. Áfram Langspil!

(Berlín, 2018-09-18)

#124

Þessi þáttur er mikilvægur fyrir íslenskt tónlistarlíf!

(Reykjavík, 2018-09-18)

#134

Fokkiðykkur

(Skagaströnd, 2018-09-18)

#145

Ný allskonar íslensk tónlist í útvarpi.

(Utrecht, 2018-09-18)

#147

Langspil hefur verið einn fárra bitastæðra músíkþátta í útvarpi.

(Reykjavik, 2018-09-18)

#153

Mikilvægt að kynna nýja tónlist frá fleiri en þekktasta listafólkinu.

(Reykjavík, 2018-09-18)

#154

Þetta er frábær þáttur og nauðsynlegur. Þarna fá hlustendur að heyra allskyns tónlist frá allskonar flytjendum.

(Reykjavík, 2018-09-18)

#155

Þessi þáttur er bæði mjög áhugaverður sem og nauðsynlegur þáttur í að rækta hlutverk RÚV í stuðning við allskonar tónlist á öllum tímum.

(Reykjavi, 2018-09-18)

#164

Langspil er sá þáttur Rásar 2 sem sinnir yfirlýstu markmiði stöðvarinnar best: " ... að fylgjast með og sinna íslenskri tónlist, spila hana, kynna hana og fjalla um hana." (http://www.ruv.is/ras-2)

(Reykjavík, 2018-09-18)

#168

Ég skrifa undir vegna þess ađ í Langspili var spiluđ íslensk tónlist og þar fékk ég í fyrsta sinn spilađ lag (Hjalteyri) eftir mig í útvarp og þrjú önnur lög líka eftir mig (Eyþórsbúgí, Tíbrá, Hrós). Takk Heiđa.

(Reykjavík, 2018-09-18)

#172

Þessi þáttur er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska tónlist. Athygli er vakin á efni sem er að koma út, bæði ungra og upprennandi tónlistarmanna sem og þeirra sem eldri og reyndari eru. Snilldarþáttur og ómissandi í íslensku menningarlífi.

(Reykjavík, 2018-09-18)

#178

Langspil er of gott til að missa, bæði fyrir tónlistarfólk og hlustendur.

(Akureyri , 2018-09-18)

#187

Kynna íslenska tónlist

(Reykjavík, 2018-09-18)

#189

Þessi þáttur er einstakur

(Kópavogi , 2018-09-18)

#191

Ég vil setja nafn minn á þennan undirskriftarlista vegna þess að ég tel að þátturinn Langspil sé nauðsynlegur tónlistarlífi landsins. Það er unun að detta inn á þennan þátt þegar maður keyrir lengri vegalengdir um sveitir landsins.

(Reykjavík, 2018-09-18)

#194

Frábær þàttur

(Reykjavik, 2018-09-18)

#200

Þetta eru frábærir þættir

(Ölfus, 2018-09-18)