Klárum dæmið

Quoted post


Gestur

#10

2013-04-22 12:32

Aðildarviðræðum fylgir aðlögun. Það er heiðarlegt að spyrja hvort við viljum klára aðlögun að ESB og kjósa síðan um að hætta við.

Evrópusambandið er löngu hætt að bjóða upp á pakkaferðir til Brussel til að sjá hvað sé í boði enda liggur fyrir að þeirra hálfu að regluverk sambandsins er ekki umsemjanlegt í neinu sem skiptir máli.

Ástæðan fyrir því að ekkert hefur gengið í fjögur ár í "samningaviðræðum" við ESB er sú að ekki eru til valdheimildir frá alþingi um þá aðlögun sem ESB krefst að fari fram samhliða aðildarviðræðum.

Tími til komin að hætta þessum blekkingarleik og taka upp upplýsta umræðu um ESB áður en áfram verður haldið í aðlögunarferlinu.

Svör


Gestur

#31 Re:

2013-04-22 15:00:41

#10: -

Þetta er einfaldlega ekki rétt, það er alveg klárt að þegar samningur liggur fyrir fær þjóðin að velja já eða nei.

Það er mörgu haldið fram um aðildaferlið og evrópusambandið sem er langt frá því að vera rétt og það eitt er óupplýst umræða og blekkingaleikur. Áróður eins og  þegar andstæðingar þess að standa í aðildaviðræðum við Evrópusambandið héldu því fram m.a. í bændablaðinu að íslensk ungmenni myndu þurfa ganga í evrópuherinn sem er ekki einu sinni til. Sumir vilja einfaldlega ekki að þjóðin fái að sjá samninginn því þeir telja það henta illa sínum eigin hagsmunum en vita hinsvegar að samningurinn gæti hentað hagsmunum heildarinnar og eru því hræddir.

Bobbi

#137 Re:

2013-04-25 02:07:56

#10: -

Vinsamlega upplýstu hvaða aðlögun hafi átt sér stað. Hvaða lögum og reglum hafi verið breytt og hvaða áhrif þessar breytingar hafi haft, til góðs eða ills.


Gestur

#166 Re:

2013-05-29 23:03:14

#10: -

Myndir þú þá segja að Norðmenn hafi þurft að aðlaga sig að ESB að fullu til að fá að kjósa um samninginn og hafi svo þurft að af-aðlaga sig eftir það tvisvar sinnum? kjaftæði.  Við erum búin að vera í aðlögun að ESB í gegnum EES samninginn síðan árið 1992 og munum halda því áfram, nema bara að við höfum ekki sæti við borðið og þurfum að taka upp meirihlutann af löggjöfinni án þess að hafa nokkuð um hana að segja.


Gestur

#191 Fjöldi þjóða hafa fengið sérstakar úrlausnir vegna sérstöðu

2013-06-06 10:44:57

#10: -

EES er aðlögun að ESB. Þjóðverjar tala um EES sem biðherbergi. Til lengri tíma tekur Ísland þátt sem fullgild fullvalda þjóð eða slítur nánari tengsl við Evrópu.