Við krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um “þriðja orkupakka ESB”.

Athugasemdir

#607

Við megum ekki missa völdin yfir auðlindum okkar - við megum ekki láta af hendi lífsviðurværi okkar

(105 Reykjavík, 2019-03-31)

#614

Það er lífsnauðsynlegt að íslenska þjóðin ráði yfir sínum eignum

(Hadsten, 2019-03-31)

#629

Þetta er stórt mál sem varðar alla þjóðina og ætti að vera sjálfgefið að kjósa um þetta.

(Kópavogur, 2019-03-31)

#643

Ég vill fá að kjósa.

(Dalvík frida, 2019-03-31)

#645

Þar sem þetta mál tengist fullveldi Íslands og þeirri kröfu að Íslendingar eigi alltaf, og án skilyrða, að hafa fullan yfirráðarétt yfir auðlindum sínum, þá er einsýnt að þetta mál fellur algjörlega undir 26.gr Stjórnarskrárinnar sem vísar í málskotsrétt Forseta Íslands.

(Reykjavík, 2019-03-31)

#647

Ég tel að þjóðin eigi að ráða þessu.

(Fáskrúðsfjörður, 2019-03-31)

#648

Íslensk orka einungis fyrir Ísland!

(Buenos Aries, 2019-03-31)

#661

Jón G. Friðjónsson

(Reykjavík, 2019-03-31)

#665

annað væri fásinna, fyrst taka þeir orkuauðlindina og svo læðast þeir í sjávarauðlindina

(Selfoss, 2019-04-01)

#672

Vil ekki Orkupakka 3

(Reykjavik , 2019-04-01)

#687

Treysti ekki þinginu

(Reykjavík , 2019-04-01)

#696

Við græðum ekkert á þessu en getum stórtapað. Missum yfirráð yfir auðlindinni og hækkað raforkuverð.

(Bjarg, 2019-04-01)

#697

Þetta kemur til með að hækka rafmagnsverð og er framsal á sjálfstæði

(Hafnarfjörður, 2019-04-01)

#701

Ég vil að auðlindir Íslands verði eign þjóðarinnar um ókomna tíð.

(Kjósahreppi, 2019-04-01)

#706

Afsölum ekki sjálfstæðinu. Höldum “ Bláa gullinu” fyrir okkur !

(Reykjavik, 2019-04-01)

#714

Því ég vill ákveða hvað er gert við mína eign

(Kópavogur , 2019-04-01)

#733

Ég vill að þjóðin fái að velja um hvort orkupakki 3 verði samþykktur

(Reyðarfjörður, 2019-04-01)

#736

Mér líkar ekki framsal á yfirráðum á orkulindum islendinga

(Reykjavík, 2019-04-01)

#738

Ég held að það verði brot á STJÓRNARSKRÁ.

(Mosfellsbæ, 2019-04-01)

#755

Kæri mig ekki um ráðskast verði með þetta gullegg okkar og selt einhverjum erlendum peningaöflum sem koma til með að hækka verð til okkar upp úr öllu valdi og hirða allan arð ekki hæfilegt að selja gullgæsir

(Akureyri, 2019-04-01)

#763

Ísland á að eiga sínar orkulindir sjálfir

(Kirkjubæjarklaustur, 2019-04-02)

#770

Ég vil ekki að yfirráð yfir orkunni, eða öðrum auðlindum þjóðarinnar, verði afsalað til erlendra aðila.

(Hamlyn Terrace, 2019-04-02)

#772

Alþingi er aldrei treystandi til að samþykkja ekki sæstreng. Ég hef heldur ekki séð nein haldbær rök fyrir því að samþykkja þennar þriðja orkupakka,

(Selfoss, 2019-04-02)

#776

Við, undirrituð, hvetjum Forseta Íslands, Guðna Th Jóhannesson til að hafna því að skrifa undir lög Alþingis, um þriðja orkupakka ESB og vísa því máli í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þar sem þetta mál tengist fullveldi Íslands og þeirri kröfu að Íslendingar eigi alltaf, og án skilyrða, að hafa fullan yfirráðarétt yfir auðlindum sínum, þá er einsýnt að þetta mál fellur algjörlega undir 26.gr Stjórnarskrárinnar sem vísar í málskotsrétt Forseta Íslands.

Málskotsrétturinn var að gefnu tilefni settur í stjórnarskrána 1944 að frumkvæði Sveins Björnssonar síðar forseta Íslands til að tryggja almannahag og til að skerpa valdmörk og efla mótvægi við stjórnvöld hverju sinni.

(Reykjavík, 2019-04-02)

#785

Ég skrifa undir vegna þess að ég treysti ekki stjórnvöldum í þessu viðamikla máli sem öðru sem þessi Ríkistjórn gerir

(200. Kopavogi, 2019-04-02)

#791

Þar sem þetta var gert í noregi leiddi það einfaldlega til þess að rafmagn rauk upp i verði fyrir almenning. Nei takk!!

(Akureyri, 2019-04-02)

#794

Þetta er hreinn og klár glæpur gegn alnenningi sem mun margfalda orkureikninga okkar og afsala auðlindinni til esb !!!

(Reykjanesbær, 2019-04-02)

#799

Að ég vil eiga landið mitt án aðkomu erlends fólks

(Akranes, 2019-04-02)