Stöðvum fyrirhugað laxeldi í stóriðjustíl á Suðurfjörðum Austfjarða

Athugasemdir

#8

Ég skrifa undir vegna þess að ég tel stóriðjufiskeldi í Fáskrúðsfirði af þeirri stærðargráðu sem leyfa er aflað fyrir vera skaðlegt fyrir lífríki fjarðarins og rök fyrir að leyfa það ekki í lagi. Til að mynda er fullyrt að það hafi ekki áhrif á umhverfi, gert er lítið úr ferðamennsku og þar vísað í gamlar skýrslur um ferðamál. Ætla má að fjörur og strendur í firðinum verði ekki nothæfar til útiveru eða baða verði þetta að veruleika. Það má ekki gerast að allir firðir verði fylltir af eldiskvíum í eigu erlendra aðila og er skaði að því að íslenska ríkið sem eigandi margra jarða fari þarna offari til að hygla örfáum eigendum fiskeldis sem ekki er opinbert hverjir eru

(Brimnesi Fáskrúðsfirði, 2018-02-13)

#20

Ég er alfarið á móti fiskeldi í firðinum!!!

(Fáskrúðsfirði , 2018-02-13)

#21

Ég er á móti fyrirhuguðu laxeldi í firðinum.

(Fáskrúðsfjörður , 2018-02-13)

#22

Fyrir utan að ég sé ekki nokkra leið fyrir samfélagið að hagnast á þessum iðnaði þá þykir mér útskýringar þeirra á mengunaráhrifum vera frekar lélegar og gegnsæjar

(Brimnes í Fáskrúðsfirði, 2018-02-13)

#23

Þarna er of fallegt og fórnir of stórar fyrir peninga!

(Reykjavík, 2018-02-13)

#31

Fyrirhugað fiskeldi er bæði ófögnuður og tímaskekkja. Megi náttúran njóta vafans.

(Brimnes Fáskrúðsfjörður, 2018-02-14)

#32

Hreint land fagurt land.

(Egilsstaðir , 2018-02-14)

#43

Vegna umhverfisverndar.

(Fáskrúðsfjörður, 2018-02-14)

#49

Treysti því ekki að það verði ekki miklar slysasleppingar eins og í öllum öðrum laxeldum.

(Stöðvarfjörður, 2018-02-14)

#51

Vegna hættu á mengun í fjörðunum og áhrifum sjúkdóma á viltan fisk.

(Hjärup, 2018-02-14)

#52

Ég tel þetta hvorki til gróða fyrir náttúruna né samfélagið.

(Kopavogur, 2018-02-14)

#62

Mér sýnist sjókvíaeldi fullreynt hvar sem er í heiminum. Það hefur skaðleg áhfrif á sjávarbotninn og þar með allt lifríki umhverfis, sem kallar á mengandi mótvægisaðgerðir - s.s. vítahringur. Það þarf annars konar og jákvæðari hringrás í nútíma fiskeldi.

(Reykjavík, 2018-02-14)

#73

Ég er ekki á móti fiskeldi sem slíku. En eldi af þessari stærðargráðu vil ég aldrei sjá í Fáskrúðsfirði.

(Fáskrúðsfirði, 2018-02-14)

#74

Ég hef kynnt mér þetta í gegnum athugasemdaferli Skipulagsstofnunar. Ég sé litið sem gagnast heimafólki en margt sem er mikið ógagn gagnvart nàttúrunni.

(Akureyri, 2018-02-14)

#90

Engin meingum og fallegt land!

(Reykjavík, 2018-02-15)

#94

Ég skrifa undir því að það er löngu vitað að það er ekkert umhverfisvænt að vera með þann sóðaskap sem hlýst af fiskeldinu, með tilheyrandi áhættu fyrir fiskistofna og lífríkið. Fáskrúðsfjörður er of fallegur til þess að fórna honum í svona tilraunir.

(Egilsstaðir, 2018-02-15)

#95

Þetta er sjónmengun

(Rvk, 2018-02-15)

#97

Það er ekki fallegt að eyðileggja þetta land

(Reykjavík, 2018-02-15)

#98

Verndum verðmæti Íslands

(Kópasker, 2018-02-15)

#99

Fiskeldið fer illa með lífríki fjarðanna.

(Reykjavík, 2018-02-15)

#102

Ég er sammála því sem kemur fram í textanum sem hér fylgir. Ég er fáskrúðsfirðingur og þykir vænt um mína heimahaga, náttúruna og fólkið sem þar býr.

(Kópavogur, 2018-02-15)

#117

Þetta eru meiriháttar náttúru spjöll.

(Fáskrúðsfjörður, 2018-02-15)

#121

Hrein og ómenguð náttúra er meira virði en gull, og kapítalísk gróðasjónarmið sem byggja á skammtímahugsun um ágóða nokkurra kalla eiga ekki að fá að stofna íslenskri náttúru og lífríki í hættu.

(Egilsstaðir, 2018-02-16)

#129

Það eldi á norskum laxi í milljónavís í lekum netpokum sem troðið er nú í firði landsins er svívirðileg og hættuleg árás ófyrirkeitinna gróðaafla á náttúru Íslands sem okkur ber að vernda fyrir afkomendur okkar.

(Reykjavík, 2018-02-17)

#140

Mér er annt um náttúru Íslands

(London, 2018-02-17)

#167

Ég óttast skaðleg áhrif fiskeldisins á umhverfi og lífríki svæðisins.

(Björnsdóttir, 2018-02-18)

#169

Ætti að banna allt sjóeldi. Íslenskur viltur lax er í stór áhættu.

(Akureyri , 2018-02-18)

#186

Ef af þessum skaðlegu framkvæmdum verður er það ekki aftur tekið.

(Kópavogur , 2018-02-18)

#191

Stöðvum laxeldi í sjó. Upp á land með eldið!!

(Isafjorður, 2018-02-18)

#195

Það virðist sem það fari framhjá öllum sem að málum koma að meiri hluti íbúa á svæðinu vill ekkert með laxeldið hafa. Atvinnuleysi á svæðinu er með því lægsta sem þekkist á landinu og ef þið viljið meina að þetta sé gert í atvinnusköpunar tilgangi þá munu þeir sem eru atvinnulausir á austurlandi að öllum líkindum ekki velja sér þau störf sem þið bjóðið. Þið eruð ekki á nokkurn hátt búinn að tryggja sjóeldiskvíar þannig að það muni ekkert frá ykkur sleppa, mengun frá þeim er vandamál sem þið hafið ekki og komið aldrey til með að geta leyst. Það grátlegasta við þetta er að þið látið leiða ykkur í blindni af peningar öflum sem þið ráðið svo ekkert við á endanum. Vonandi sjáið þið að þetta hefur alvarlega afleiðingar annarstaðar í heiminum og það mun hafa sömu áhrif á íslandi. Látið af þessum áformum svo við íbúar á svæðinu þurfum ekki að borga fyrir þessi mistök ykkar.

(Fáskrúðsfjörður, 2018-02-18)

#198

Vill ekki þessa mengandi stóriðju i þessari hreinu náttúru og vegna þeirrar áhættu sem fylgir flottafiski.

(Reykjavik, 2018-02-18)

#200

Höldum fjörðunum okkar hreinum. Samkvæmt uppl
frá Norska umhverfisráðuneytinu, mengar 15 þúsund tonna fiskeldi í Fáskrúðsfirði á við 450 þúsund manna borg. - Er það boðlegt?

(Fáskrúðsfirði, 2018-02-18)