Styðja skal við starfsemi listdansskóla til samræmis við annað listnám!

Athugasemdir

#403

Það yrði engan vegin í lagi, ef sveitafélagið hætti að styðja við grunnnámið. Góður grunnur í öllu íþróttanámi, hlýtur að skipta miklu máli, fyrir áframhaldandi nám.

Sigrún Kristín Sætran (Reykjavík, 2023-03-21)

#412

Listmenntun er mikilvæg!

Sæunn Marinosdottir (Reykjavík, 2023-03-21)

#413

Gott og þarft mál

Jón Egill Bragason (Kópavogur, 2023-03-21)

#422

Þetta er fáránlegt og til skammar

Ólöf Ósk Þorgeirsdóttir (Stockholm , 2023-03-21)

#427

Listdans skiptir ađ mínu mati miklu máli. Þađ gerđi kraftaverk í mínu lífi. Ég trúi öll börn eigi ađ fá tækifæri ađ læra ađ dansa óháđ efnahag og stöđu. Dans breytti lífi mínu, kenndi mér aga sem ég bý ennþá ađ.

Elínrós Ragnarsdóttir (Reykjavík, 2023-03-21)

#440

Listdans er ekki síður mikilvægur en aðrar listgreinar.

Sigrid Roloff (Reykjavik, 2023-03-21)

#443

Styðja þarf mun betur við listdansnám. Á ekki að vera forréttindi fárra.

Anna Nielsen (Reykjavík, 2023-03-21)

#452

Þetta er réttlætis og sangjirnis mál.

Bessi H Þorsteinsson (Hafnarfirði, 2023-03-21)

#453

nauðsynlegt að stuðla að fjöbreyttri menningu

Svavar G Jónsson (Hafnarfjörður, 2023-03-21)

#458

Ég vil styðja listdansskóli Íslands. Frábært skóli sem hjálpaði dóttir mín að komast í dans háskóli í London.

Richards Wendy (Hafnarfjörður, 2023-03-21)

#462

Listdansskólinn hefur verið undirstaðan í danskennslu ungmenna í áratugi. Ætti að fá fullan styrk eða hærri en aðrir.

Agust Bjarnason (Reykjavik, 2023-03-21)

#463

Ég tel afar mikilvægt að bjóða upp á nám í listdansi á Íslandi. Ef sú kennsla leggst af verður danslistin í mikilli hættu.

Sólveig Elín Þórhallsdóttir (Akureyri, 2023-03-21)

#464

Ég á dóttur í grunndeild LÍ og er mjög undrandi og ósátt við núverandi stöðuna / fyrirkomulag!

Kaharina Gross (Hafnarfjörður, 2023-03-21)

#469

Vegna þess að listdans er jafnmikilvægur og aðrar listgreinar og skóli fyrir þá grein sömuleiðis.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (Reykjavík, 2023-03-21)

#470

Listdans á að vera val fyrir börnin okkar líkt og aðrar íþrótta- eða listgreinar.

Anna Lilja Björnsdóttir (Mosfellsbær, 2023-03-21)

#471

Mjög mikilvægt að styðja við þessa listgrein!

Bryndís Skúladóttir (Seyðisfjörður, 2023-03-21)

#475

mikilvægt málefni !

Dagbjört Guðmundsdóttir (Reykjavik, 2023-03-21)

#480

Ég væri ekki atvinnudansari án Listdansskólans. Það þarf að styðja betur við þessa íþrótt og listgrein, hún hefur verið fjársvelt of lengi.

Hrefna Jónasdóttir (Reykjavík, 2023-03-22)

#481

Eg vil veg listdansins sem mestan og það se hægt að læra sem mest her heima .

Sigurjona Johannesdottir (Reykjavik , 2023-03-22)

#486

Ég var sjálf nemandi í listdansskólanum 2006 og byggi enn á þeirri reynslu og vináttu sem ég öðlaðist þaðan. Svo má nefna dansara eins og Lilju Rúriks sem hefði sennilega ekki náð þeim árangri að komast inn í Juilliard nema með góðan grunn og menntun frá Listdansskóla Íslands.
Það hefur frábært fólk starfað í skólanum í áratugi og lagt ást, metnað og hvatningu í að skapa framúrskarandi íslenska dansara.
Það væri virkilega sorglegt að sjá þessa menntun ekki í boði á Íslandi.

Sandra Helgadottir (Garðabær, 2023-03-22)

#488

Barnið mitt stundaði listdans í 7 ár hjá Listdansskóla Íslands og lauk þar grunnnámi eða alls 7 stigum í listdansi. Get ekki hugsað mér að skólinn lognist út af. Þetta er jafn mikilvægt og tónlistarnám og menningarlegt gildi námsins er gríðarlegt!

Anna Rún Frimannsdóttir (Kópavogur, 2023-03-22)

#489

Listir eru burðarvirki menntastefnunnar!

Kristrun Birgisdottir (Akureyri, 2023-03-22)

#495

Listnám er mikilvægt!

Harpa Jónsdóttir (Reykjavík , 2023-03-22)

#496

Ég á barn í listdansnámi!

Hrefna Hallgrímsdóttir (Garðabær, 2023-03-22)

#499

Ég er dansari og dansinn breytti öllu fyrir mig!

Magdalena Jóhannsdóttir (Reykjanesbær, 2023-03-22)

#500

Ég á barnabörn sem eru í dansi og ég tel dans vera íþróttagrein sem börn eiga að hafa aðgang að

Jóhanna Helgadóttir (Reykjavík , 2023-03-22)

#505

Ég vil ekki missa dansskólann minn...

Vigdís Tómasdóttir (Kópavogur, 2023-03-22)

#506

Dóttir mín stundar balletnám og ég tel að hægt sé að bæta umhverfi dansskóla á Íslandi

Anna Stella Guðjónsdóttir (Kópavogur, 2023-03-22)

#510

Það er rökleysa að gera upp á milli listgreina á þennan hátt. Sem fyrrum nemandi í tveimur skólum þykir mér vænt um það gæðastarf sem fer fram í listdansskólum á Íslandi.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir (Húsavík, 2023-03-22)

#518

Lisdanser frábært nám fyrir börn og unglinga

Haukur Hauksson (Hveragerði, 2023-03-22)

#521

Mikilvægur skóli. Mikilvægur þáttur í menningu okkar

Anna Aradottir (Reykjavík , 2023-03-22)

#522

Hér hlýtur að þurfa sama stuðning með hverjum iðkanda eins í öðru íþrótta og tómstundastarfi. Annað er hreinlega óhugsandi.

Sturla Hreinsson (Reykjavík, 2023-03-22)

#523

Ég skrifa undir því að ég var sjálf í listdansnámi í mörg ár og var það ómetanlegur grunnur fyrir mig.

Tanya Zharov (Reykjavik, 2023-03-22)

#526

Ég á barn í dansnámi og finnst því mikilvægt að þessi listgrein fái sambærilegan stuðning og aðrar greinar. Ég hef fengið að fylgjast með gríðarlega metnaðarfullu starfi Listdansskóla Íslands og þannig öðlast skilning á mikilvægi hans í því að hér á landi starfi t.d. Íslenski dansflokkurinn. Að mínu mati þarf að styðja við dansnám barna á öllum aldri svo þau geti síðar meir orðið þeir fullorðnu dansarar og danshöfundar sem íslenskt menningarlíf blómstar af.

Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir (Reykjavík, 2023-03-22)

#528

Listdansnám ætti að vera aðgengilegt öllum börnum og er mikilvægt að tryggja það aðgengi og halda því samfélagi gangandi sem blómstrar í dag í kringum listdansskóla landsins.

Rut Hjartardóttir (Reykjavík, 2023-03-22)

#529

Ég vil að listdansnám eins og hvert annað nám blómstri á Íslandi

Aron Hjartarson (Zurich, 2023-03-22)

#530

Ég stundaði nám við Listdansskóla Íslands í mörg ár og þetta er ótrúlega flottur skóli sem sendir frá sér virkilega flotta dansara út í heim eða í dansflokka á Íslandi. Það væri skömm af því að leyfa þessum skóla að leysast upp því hann er gríðarlega mikilvægur fyrir framtíð dansara á Íslandi.

Helena Gylfadóttir (Reykjavík, 2023-03-22)

#533

Dans er íþrótt

Lovisa Olafsdottir (Garðabær, 2023-03-22)

#534

Listnám er uppbyggilegt, hvort sem það er dans eða eitthvað annað.

Anna María Kristjánsdóttir (Reykjavík, 2023-03-22)

#537

Það má ekki mismuna listgreinum og vísa ég í stjórnarskrána.Það.er verið að taka af börnum og unglingum þann mögulega að stunda þessa listgrein

Guðjon Gunnþorsson (Reykjavik, 2023-03-22)

#548

Listdans er mikilvægur þáttur í íslenskri listsköpun, sem eflir menningarlíf og nýsköpun í samfélaginu. Listdansnám er nám sem styrkir bæði andlega og líkamlega heilsu barna, þrautsegju, sköpunargleði, sjálfstæða hugsun, aga og eflir sjálfstraust. Allt eiginleikar sem þarf að styrkja hjá ungu fólki í dag. Möguleikar til náms í listgreinum eiga frekar að vera auknir en takmarkaðir og alls ekki einungis að vera á færi fárra útvaldra.

Ásta Sigurbjörnsdóttir (Kópavogur, 2023-03-22)

#553

Èg vil að starfsemi listdansskólanna sé metin að verðleikum og hlúð sé að henni líkt og gert er með tónlistarskóla landsins (þó að alltaf megi gera betur á þeim vettvangi líka). Ég vil að öll börn hafi jöfn tækifæri til náms í listdansi óháð efnahag, stéttastöðu og hvar á landinu þau búa.

Sara Margrét Ragnarsdóttir (Reykjavík, 2023-03-22)

#556

Ég er í listanskóla Íslands og mér finnst mjög skemmtilegt að vera í honum og hann lætur mig líða vel, ég fer alltaf að hlæja og ég er alltaf spennt þangað til að skólinn sé búin svo að ég gæti farið á æfingu.Ég finn engann betri en þennan þetta er bara besti ballettskóli á Íslandi finnst mér og ég mótmæli með að loka honum. Ef það mun loka honum þá mun ég fara með öllum í ballettskólanum á mínu stigi (4 stigi) að mótmæli fyrir framan þá sem lokuðu ballettskólanum

Natalía Rós (Reykjavík, 2023-03-22)

#557

Þetta er fáránlegt!!

Ívar Fannar Arnarssob (Kopavogur, 2023-03-22)

#559

Ef við ætlum að vera þjóð meðal þjóða, þá mismunum við ekki listgreinum og íþróttum.

Áslaug Þorgeirsdóttir (Estoril, 2023-03-22)

#570

Styðja þarf betur við listdansnám á Íslandi

Halldór Lárusson (Suðurnesjabær, 2023-03-22)

#579

Grunnnám skiptir mestu máli <3

Anna Sigríður Helgadóttir (Reykjavík, 2023-03-22)

#583

Tryggið listdansnám á Íslandi.

Gunnsteinn Ólafsson (Gardabaer, 2023-03-22)

#587

Það á að vera sami réttur til náms í öllum listgreinum.
Syrkur þarf að koma frá hinu opinbera svo sannarlega svo hægt sé að halda uppi allri listkennslu og til að auka líkur á að öll hafi tækifæri til að stunda listnám og er dansinn að sjálfsögðu ekki umdanskilin þar. það er sannarlega ekki líðandi að t.d grunnnám í tónlist sé styrkt en ekki grunnnám í listdansi.

Harpa Harðardóttir (Kópavogur, 2023-03-22)

#588

Dans er mikilvægur.

Oddur Sigmundsson (Reykjavik, 2023-03-22)

#595

Mikilvægt að hið opinbera styrki listanám jafnt sem annað nám. Veit að þessi skóli hefur gefið af sér nemendur sem eru að dansa á heimsmælikvarða erlendis, Íslandi til sóma.
Synd að taka tækifæri frá íslenskum börnum til að læra dans ef áhugi og hæfileikar þeirra liggja á því sviði 🌿

Hildur Þórarinsdóttir (Reykjavík, 2023-03-22)

#600

Allir eiga rétt á listnámi hverju nafni sem það nefnist

Kristín Sigurðardóttir (Hafnarfjörður, 2023-03-22)