Styðja skal við starfsemi listdansskóla til samræmis við annað listnám!

Athugasemdir

#607

Mér finnst mikilvægt að gæðakennslan sem fer fram í skólanum fái að halda áfram.

Hrönn Baldursdóttir (Reykjavík, 2023-03-22)

#608

Vil tryggja börnum og ungmennum jöfn tækifæri þegar kemur að listnámi.

Auður Haraldsdóttir (Skagafjörður, 2023-03-22)

#609

Allir krakkar ættu að geta stundað listnám við hæfi

Rosborg Halldorsdottir (Mosfellsbær, 2023-03-22)

#612

Ég skrifa undir vegna þess að til eru þau börn sem þrífast hvað allra best innan dansheimsins.

Jóhanna Þorleifsdóttir (Reykjavík, 2023-03-22)

#621

Það er nauðsynlegt að tryggja að það uppbyggilega og gefandi starf sem unnið er í listdansskólum landsins geti vaxið og dafnað. Sem og að jafnræði sé milli listgreina.

Anna Jóhannsdóttir (Reykjvík, 2023-03-22)

#626

Nám í listdans er líka listanám!

Hjalti Þórisson (Kópavogur, 2023-03-22)

#627

Á yndislegan afastrák sem sér framtíð sína í ballett. Tel það sanngirniskröfu að listdans hljóti styrki hins opinbera til jafns við annað listnám.

Ásgeir Grétar Sigurðsson (Kópavogur, 2023-03-22)

#629

Við undirrituð skorum á háttvirtan mennta- og barnamálaráðherra að koma á réttmætum stuðningi við starfsemi listdansskóla vegna kennslu grunnnáms í listdansi. Mikið misræmi og ójafnræði ríkir í fjárúthlutunum ríkis og sveitarfélaga til listnáms og er aðstöðumunur listgreina mjög mikill er kemur að starfsumhverfi og aðbúnaði. Árið 1963 voru sett lög um tónlistarskóla í landinu og fjármagn til tónlistarnáms stóreflt í kjölfarið. Sú fjárfesting var mikið gæfuspor og hefur hún skilað sér í blómlegu tónlistarlífi og uppbyggingu á tónlistarnámi fyrir börn og ungmenni um allt land. Við undirrituð bendum á það hróplega misrétti sem listdansnemar búa við í dag eins og hefur komið fram í fjölmiðlum seinustu daga og vikur.

Margrét Kristín Blöndal (Reykjavík, 2023-03-22)

#630

Öll á rétt að stunda þá list og íþrótt sem þau vilja.

Ólöf Ragna Árnadóttir (Reykjavík, 2023-03-22)

#639

Það þarf að vera samræmi í veittum styrkjum.

Dmitrij Devjatov (Reyjkavik, 2023-03-22)

#640

Nauðsynlegt er að börnum og ungmennum séu tryggð jöfn tækifæri. Þau tækifæri eiga einnig að ná til val þeirra á listnámi. Dans er listgrein sem eins og aðrar greinar verða að fá að þróast faglega hérlendis á jafningjagrundvelli líkt og hún hefur fengið að þróast í nágrannaþjóðum okkar. Börn eiga að fá jöfn tækifæri til að blómstra í sínu vali, þannig hlúum við einnig að framtíðinni.

Inga Henriksen (Reykjavik, 2023-03-22)

#641

Ég naut sjálf góðs af því að stunda nám við Listdansskóla Íslands og hefði ekki viljað missa af því sem listamaður. í listdanskennslu lærir nemandinn svo margt fleira en bara dansinn sjálfan og er mikilvæg undirstaða þessarar listgreinar og annarra á Íslandi.

Ingveldur Yr Jonsdottir (Reykjavík, 2023-03-22)

#643

Dansinn lífi!

Vala S. Valdimarsdottir (RVK , 2023-03-22)

#645

Ég hef stundað dans frá því að ég var 4 ára og námið mitt í Listdansskóla Íslands er ómetanlegt. Ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ekki væri fyrir listdans, þ.e.a.s. að stunda dansnám í Trinity Laban.

Anja Sverrisson (Hafnarfjörður, 2023-03-22)

#651

Listdansskóli Íslands hefur djúpar rætur í íslensku menningarlífi og býr yfir áratugareynslu og undirbýr nemendur sína jafnt sem fagmenn í listdansi sem og fyrir fjölbereytt frekara nám og störf. Það er nauðsynlegt að tryggja jafnan rétt til náms eftir áhugasviði og hæfileikum barna og ungmenna í þessu landi.

Sigurður Halldórsson (Reykjavík, 2023-03-22)

#661

ég skrifa undir af því að danslistin er ein af höfuðgreinum listanna.

EGILL OLAFSSON (VALDEMARSVIK, 2023-03-22)

#663

Ég styð listdanskennslu á öllum stigum og það er aum þjóð sem hendir út einu listformi umfram önnur.

Jóhanna Guðríður Linnet (Kópavogur, 2023-03-22)

#664

Ég styð öfluga liststarfsemi á Íslandi, Listdansskólinn er forsenda sterkrar danskennslu.

Ólafur Kristjánsson (Reykjavík , 2023-03-22)

#669

Það er réttlætanlegt í stíl við hvað hefur verið gert fyrir tónlistaskólana.

Unnur Guðjónsdóttir (101 Reykjavík, 2023-03-22)

#679

Listdansnám er mjög mikilvægt og byggir upp ýmsa færni, samhæfingu, aga og góðan félagsskap fyrir nemendur. Það sem ég lærði í listdansnámi mun nýtast út lífið, sem og vinasambönd sem myndast hafa í gegnum hann.

Bergdís Helga Bjarnadóttir (Odense, 2023-03-22)

#683

Vegna mikilvægis þessarar menntastofnunar fyrir dansmenntun á Íslandi

Sigríður Ólafsdóttir (Hafnarfijōrður, 2023-03-22)

#684

Ballet er göfug og falleg list

Bo Halldorson (Hafnarfjörður, 2023-03-22)

#699

Er menntaður listdansari og vinn sem atvinnudansari

Marinó Mabazza (Reykjavik (hfj), 2023-03-22)

#700

Ég skrifa undir vegna þess að það er mjög mikilvægt að styðja við og hlúa betur að listdansi og listdanskennslu.

Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir (Reykjavík , 2023-03-22)

#702

Ég skrifa undir vegna þess að ég vil leggja áherslu á mikilvægi þess að öll börn fái jöfn tækifæri til að velja sér þá listgrein sem að hugur þeirra stendur til.

Sólveig Hauksdóttir (Reykjavík, 2023-03-22)

#704

Listdansskoli Íslands er frábær uppeldisstöð fyrir upprennandi listdansara. Listdans krefst mikils aga og er mikilvægur fyrir menningu hvers lands.

Bergþóra Óladsóttir (Mosfelsvær, 2023-03-22)

#705

Það er algjör tímaskekkja að ekki sé stutt nægjanlega vel við þessa mikilvægu grein.

Edda Björnsdóttir (Reykjavík, 2023-03-22)

#708

Listdansskólinn gegnir alltof mikilvægu hlutverki þegar kemur að danslist á Íslandi til að bjarga honum ekki. Ég og aðrir höfum gagnast af því frábæra starfi sem skólinn hefur sinnt í gegnum árin og án hans hefðum við misst af tækifærum, lærdómi og vináttum.

Þórdís Þorsteins (London, 2023-03-22)

#711

Það er til háborinnar skammar hvernig þessi ríkisstjórn og nokkrar á undan núverandi hafa hagað sér í skólamálum

Sigurjón Guðmundsson Guðmundsson (Reykjavík, 2023-03-23)

#712

Þetta nám skiptir máli. Listdansskóli Íslands er virt stofnun sem á betra skilið.

Anna Claessen (Reykjavik, 2023-03-23)

#715

Sem fyrrum nemandi við skólann má ég ekki til þess hugsa að skólanum verði lokað. Dýrmætt skólastarf sem skilar sér margfalt tilbaka til nemenda og listdans á Íslandi.

Ingibjörg Elín Viðarsdóttir (Garðabær, 2023-03-23)

#716

Það eiga að vera jöfn tækifæri fyrir öll að stunda það listnám og/eða íþróttir sem hvert og eitt vill stunda.

Katrín Guðnadóttir (201, 2023-03-23)

#722

Ég á dóttir sem er tvö faldur heimsmeistari i dansi og er á leiðinni á heimsmeistaramót aftur núna 2023. Hun á rétt, aðrir dansarar eiga rétt. Dansskólar eiga sinn rétt.
Afram dansarar

Sandra mjöll Ólafsdóttir (Reykjanesbær, 2023-03-23)

#723

Nám í listdansi er mikilvægt fyrir menningarlífið hér á Íslandi, alveg eins og annað listnám.

Hjörtur Ingvi Jóhannsson (Garðabær, 2023-03-23)

#725

Það þarf fjölbreytni í namskeið í boði fyrir grunnskóla börn eftir skólanum. Þáttakka í svona gæða frístundir gera kraftaverk fyrir geðheilsu og heilsan barnanna.

Natalie Colceriu (Reykjavik, 2023-03-23)

#732

Það þarf að tryggja börnu og ungu fólki jöfn tækifæri þegar kemur að vali á listnámi ÓHÁÐ því hvaða listgrein eða áhugamál þau velja.

Sóley Sóleyjardóttir (Akranes, 2023-03-23)

#735

Listir skipta máli í lífinu

Agnar Burgess (Reykjavík , 2023-03-23)

#736

Mikilvægt að halda listdansinum lifandi

Katla Thor (Reykjavik , 2023-03-23)

#739

Barnabarn stundar listdans við skólann.

Ásdís Bjarnadóttir (Reykjavík, 2023-03-23)

#746

Dans er ekki bara líkamleg jafn sem andleg heilsu hreyfing. Það er falleg lifand list sem býr í öllum og vert að huga og hlúa vel að hjá hverjum og einum, þá sérstaklega sem ákveða að taka það að sér sem náms stefnu.

Berglind Aclipen (Reykjavík , 2023-03-23)

#751

Styð allan dans og það vantar meiri stuðning.

Daníel Sverrir Guðbjörnsson (Reykjavík, 2023-03-23)

#758

Á dóttir sem æfir hjá þeim og mér er ekki sama um þennan flotta skóla

Gyda Agnarsdottir (Akranes, 2023-03-23)

#760

Gera þarf betur í að tryggja börnum og ungmennum jöfn tækifæri er kemur að vali á listnámi, óháð því hvaða listgrein eða tómstund á í hlut.

Hrefna Sætran (Reykjavík, 2023-03-23)

#763

Ég vil að börn njóti jafnræðis til listnáms.

Brynhildur G. Flóvenz (Garðabær , 2023-03-23)

#765

Dóttir mín stundar dansnám í skólanum

Karlotta Ósk Jónsdóttir (Kópavogur, 2023-03-23)

#768

Mér finnst mikilvægt að stutt sé við listnám!

Dóra Björk Steinarsdóttir (Reykjavík, 2023-03-23)

#773

Dansinn er eins og súrefni fyrir sumum. Ég veit ekki hve oft dansinn hefur reynst mér vera bjargvættur í lífinu. Björgum listdanskennslunni. Og um leið framtíð barna og ungmenna.

Friðrik Agni (Reykjavík , 2023-03-23)

#777

Listdans á að flokkast undir sama hatt og tonlist…

Helena Björk Jónasdóttir (Hafnarfjörður, 2023-03-23)

#781

.

Sandra Pétursdóttir (Reykjavík, 2023-03-23)

#783

Þetta er nauðsynlegt val fyrir ungt fólk

Gudmundur Arni Gunnarsson (Kópavogur, 2023-03-23)

#785

Þetta er alveg þess virði að styðja áhugamál unga fólksins og skipir engu máli hvaða tómstundaiðkun er þetta.

Barbara Ferster (Reykjavik , 2023-03-23)

#786

Dans er eitt af því mikilvægasta sem til er. Það fyrsta sem börn gera þegar þau heyra tónlist er að dansa - það er áður en þau byrja að ganga. Fátt er betra en að dansa. Dans er ómetanlegur og jafnvel ein af grunnþörfum mannsins og auðvitað á Listdansskóli að fà jafn mikla peninga og hver annar skóli

Steinunn Harðardóttir (Reykjavík, 2023-03-23)

#789

Ég á barnabarn í listdansnámi sem er afar efnilegur og nýtur sín í dansinum. En hann á hins vegar í vissu strögli með bóknám vegna alvarlegrar lesblindu. Í dansinum blómstrar hann og ég er ekki í neinum vafa um hve dansnámið hefur styrkt sjálfsmynd hans. Ég tel að það yrðu alvarleg mistök ef styrkurinn yrði lagður af.

Þorgerður Gunnarsdóttir (Kópavogur , 2023-03-23)

#790

Ég styð fjölbreytni í tómstundum fyrir börn og vil búa við ríkari menningu í mínu landi.

Inga Maren Rúnarsdóttir (Kópavogur, 2023-03-23)

#792

Mér finnst mikilvægt að dans sé í boði sem listgrein á Íslandi, að börn og unglingar hér geti valið um að læra undirstöðu í dansi. Ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur á Íslandi öllu. Landsbyggðin er líka Ísland!

Anna Richardsdóttir (Akureyri, 2023-03-23)

#799

Dóttir mín er að æfa dans á Akureyri..mjög mikilvægt að börn á landsbyggðinni fái jöfn tækifæri..

Gerður Hjaltadóttir (Akureyri, 2023-03-23)