Nýjustu undirskriftalistarnir
Undirskriftalistar með a.m.k. 5 undirritunum eru skráðir hér. Lærðu meira... |
Skiljum vid hvad er ad gerast?
Þjóðarmorð hafa verið framin frá aldaöðli, mörg án þess að við látum það skipta okkur máli. T.d Armenum um aldamótin 1900, Gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni, Kambódíu, Seebrenizka síðan Rúanda. Þetta er bara lítill hluti af því sem hefur verið í okkar annars fögru veröld. Hvað er svo að gera í Sýrlandi núna? Samþykkt sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð hljóðar m.a. svona Samkvæmt 2. grein alþjóðasamnings um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð frá 1948 er þjóðarmorð skilgreint þannig að
20 Útbúinn: 2013-11-30 Tölfræði
Nýtum refsirammann til fulls gegn ölvunarakstri
Nýleg umfjöllun í Kastljósi um ölvunarakstur og manndráp af gáleysi hefur vakið upp spurningar hvort ekki sé kominn tími til að nýta refsirammann til fulls við ölvunarakstri. Víðsvegar í samfélaginu er verið að vinna þarft forvarnarstarf en til að fylgja því eftir þarf refsingin að vera skilvirk. Refsiramminn þarf að vera þannig að fólk hugsar sig tvisvar um áður en það sest drukkið undir stýri. Fækkum dauðagildrum í umferðinni og sýnum samstöðu. Þú kvittar undir áskorunina hér fyrir neðan. Mi
622 Útbúinn: 2013-09-22 Tölfræði
Auknar loftgæðamælingar í Hvalfirði
Iðjuverin á Grundartanga losa árlega mikið magn eiturefna út í andrúmsloftið. Skaðsemi efna á borð við flúor og brennistein fyrir náttúru og lífríki er vel þekkt. Losun eiturefnanna á sér stað allan ársins hring. Þrátt fyrir það fer umhverfisvöktun vegna flúors í andrúmslofti utan iðjuveranna aðeins fram frá apríl til október, þ.e. hálft árið. Þetta gerist þrátt fyrir margítrekaðar ábendingar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð um að sum húsdýr séu á beit yfir vetrartímann. Einnig er heimilt samk
402 Útbúinn: 2013-09-02 Tölfræði
Skorum á villta vinstrið að hætta stanslausum áskorunum
Við undirrituð skorum á villta vinstrið að hætta stanslausum áskorunum og undirskriftasöfnunum sem enginn skrifar undir nema þið sjálf. Við vitum vel hver afstaða ykkar er til Vigdísar Hauksdóttur, forseta íslands, veiðigjaldsins og ESB. Undirskriftasöfnun kann að virðast góð leið til að vekja athygli á ykkar skoðun, en þegar engin þeirra nær einusinni þeim fjölda sem kjósa vinstriflokkana þá er mál að linni. Vænlegra væri að skrifa nöldurpistla í blöðin eða halda úti bloggsíðu eins aðrir siðmen
22 Útbúinn: 2013-08-19 Tölfræði
hafnarstraeti
Velkomin. Ég vona innilega að þessi undirskriftarlisti verði til þess að deiliskipulag við Drottningarbautarreit verði slegið af. Nú stefnir allt í það að framkvæmdir muni byrja næstkomandi haust. Ég vil meina að ef við leggjumst öll á eitt og skrifum undir þennan lista hljóti það að leiða það af sér að bæjarstjórn geti einfaldlega ekki hunsað vilja meirihlutans lengur. Fyrir þá sem ekki vita um hvað málið snýst þá í stuttu máli stendur til að gera; 100 herbergja hótel á þremur hæðum og þrjú þri
86 Útbúinn: 2013-07-18 Tölfræði
Áskorun til Forseta Íslands um afsögn
Kæri Ólafur Ragnar Grímsson. Þú ert búinn að vera forseti helmingi lengur en þú ætlaðir þér þegar þú bauðst þig fram. Þú hefur sett þrjú mál í þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur loks fengið til valda ríkisstjórn sem er þér svo þóknanleg að þú sérð ekki lengur ástæðu til slíkra æfinga. Þú ert orðinn sjötugur – kominn á löglegan eftirlaunaaldur. Konan þín er búin að flytja lögheimili sitt til Bretlands. Þú sagðir þegar þú lýstir yfir framboði þínu í fyrra að þú myndir hugsanlega ekki sitja allt kjörtí
1734 Útbúinn: 2013-07-10 Tölfræði
Stöðvum nauðungaruppboðin
Mig langar að biðla til Forseta Íslands að stíga fram og nota það vald sem hann hefur samkvæmt 28. gr. Stjórnarskrár Íslands að leggja fram tillögu á þingi til að stöðva aðför fjármálastofnana að heimilum í landinu og setja stopp á nauðungaruppboðin þangað til að hægt verður að sinna þessu máli af alvöru. Forseti Íslands getur líka samkvæmt 28 greininni sett bráðabirgðalög sjálfur ef þing er ekki starfandi. Bið ég ykkur öll, íslendingar að taka þátt og ýta á að stjórnvaldið geri skyldu sína , að
124 Útbúinn: 2013-07-09 Tölfræði
VINIR_GARDSINS
Borgarnesi 30. júní 2013. ÉG UNDIRRITAÐUR MÓTMÆLI FYRIRHUGUÐUM RÓTTÆKUM AÐGERÐUM Í SKALLAGRÍMSGARÐI. SVO SEM AÐ HÖGGVA NIÐUR ASPIRNAR Í TRJÁGÖNGUNUM OG FJARLÆGJA SKÁTAHÚSIÐ.
12 Útbúinn: 2013-06-30 Tölfræði
Breytt veiðigjald
Við undirrituð hvetjum forseta Íslands, Hr. Ólaf Ragnar Grímsson, til að samþykkja breytingar á lögum nr. 74/2012 frá 26. júní 2012 þar sem skilgreind eru þau gjöld sem útgerðinni ber að greiða fyrir afnot af sameiginlegri fiskveiðiauðlind okkar.
11 Útbúinn: 2013-06-25 Tölfræði
Veiðileyfagjaldið 2013
Við undirrituð hvetjum Alþingi til að samþykkja frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum nr. 74/2012 frá 26. júní 2012 þar sem skilgreind eru þau gjöld sem útgerðinni ber að greiða fyrir afnot af sameiginlegri fiskveiðiauðlind okkar.
41 Útbúinn: 2013-06-22 Tölfræði
Stöðvum strax aðlögun að ESB
Þann 16. júlí 2009, samþykkti Alþingi ályktun um »að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB«. Ályktunin hlaut samþykki Alþingis með aðeins 33 atkvæðum af 63. Tillögu, um að leita álits þjóðarinnar á þessu afdrifaríka feilspori, var hafnað með 32 atkvæðum. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu var þannig alfarið á ábyrgð þess meirihluta á Alþingi sem studdi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Umsóknin var hvorki á ábyrgð stjórnarandstöðnnar á Alþingi né þjóðarinnar. Allt frá september 2009,
337 Útbúinn: 2013-04-22 Tölfræði
Klárum dæmið
Ein mikilvægasta spurningin sem Íslendingar standa frammi fyrir er hvort aðild að ESB yrði okkur til góðs eða ekki. Verði sú spurning ekki útkljáð af þjóðinni sjálfri má gera ráð fyrir þrotlausum deilum um málið næstu ár og áratugi. Aðildarviðræðum við ESB mun væntanlega ljúka innan árs. Við undirrituð viljum ljúka samningum við ESB, svo við getum sjálf tekið upplýsta ákvörðun um hvort aðild hentar okkar eða ekki. Við viljum ekki treysta þingmönnum einum fyrir því. Við erum alls ekki öll sannfær
16802 Útbúinn: 2013-04-22 Tölfræði