Vinsælustu undirskriftalistarnir 2016 - Ísland
Kosningar strax!
Núverandi ríkisstjórn hefur haft þjóðina að fífli og rofið allt traust og þarf því að víkja strax í haust.
Útbúinn: 2016-04-07 Tölfræði
Undirskriftarsöfnun gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis.
Ég hvet alþingismenn til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpi til laga um breytingu á verslun með áfengi og tóbak (Þingskjal 13 – 13. mál) sem nú liggur fyrir Alþingi og standa vörð um góðan árangur í áfengis- og vímuefnamálum ungs fólks á Íslandi.
Útbúinn: 2016-03-16 Tölfræði
VIÐ SKORUM Á STJÓRNVÖLD AÐ VEITA AFGÖNSKUM MÆÐGUM HÆLI Á ÍSLANDI
Við undirrituð skorum á kærunefnd útlendingamála að endurskoða niðurstöðu um að senda Maryam Raísi og Torpikey Farrash frá Afganistan til baka til Svíþjóðar. Við skorum á íslensk stjórnvöld að taka fyrir mál þeirra á Íslandi og veita hér hæli. Þær mæðgur eru í erfiðri stöðu en þær eru Shia múslimar og tilheyra minnihlutahópi Hazara sem á undir högg að sæta í Afganistan. Staðreyndir um líf kvenna í Afganistan eru vel þekktar og landið eitt hið versta þegar kemur að réttindum og öryggi kvenna í he
Útbúinn: 2016-08-12 Tölfræði
Undirskriftalisti fyrir Breiðhyltinga vegna íþrótta- og útvistarsvæðis í Suður-Mjódd.
Please see English below. Zobacz tekst polski niżej. -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Við undirrituð förum fram á: að á landsvæði í Suður-Mjódd rísi eingöngu mannvirki sem tengjast íþróttum, útivist og grænum svæðum en ekki atvinnustarfsemi á borð við bílaumboð eða iðnað. að borgarstjórn efni tafarlaust samning um íþróttamiðstöð ÍR dags 24. apríl 2008 og Reykjavíkurborg setji bygging
Útbúinn: 2016-09-28 Tölfræði
EKKI AFLÍFA KISURNAR, http://www.petitions24.com/ekki_aflifa_kisurnar
Við undirrituð skorum á MAST að ganga að tilboði villikettir.is um lausn á vandamálinu varðandi þessa ketti og lóga þeim ekki. Tillaga Villikatta Við bjóðumst til að taka að okkur allar læður með kettlinga hið fyrsta og finna þeim fósturheimili og síðar varanleg heimili. Við bjóðumst til að taka veik dýr og koma þeim til læknis strax ef þörf er á. Við bjóðumst til að láta gelda/taka úr sambandi allar kisur sem eftir eru á staðnum til að koma í veg fyrir meiri fjölgun og skila þeim síðan aftur á
Útbúinn: 2016-07-14 Tölfræði
Réttlátt veikindaleyfi í Menntaskólanum við Hamrahlíð
Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem veikjast og fá vottorð fyrir því fá einungis helming þeirra fjarvista, sem þau fengu á meðan veikindum stóð, felldar niður. Þessar reglur haldast hönd í hönd við strangar mætingarreglur Menntaskólans við Hamrahlíð og verða til þess að nemendur verða kvíðnir yfir mætingu og sífelldum hótunum um brottrekstur. Þessi kvíði getur leitt til þess að nemendur treysti sér jafnvel ekki til þess að mæta yfirhöfuð og flosni því upp úr skóla. Einnig getur þetta lei
Útbúinn: 2016-10-13 Tölfræði
Bættar strætósamgöngur á Álftanesi
Áskorun til bæjarstjórnar Garðabæjar - október 2016 Við undirritaðir íbúar á Álftanesi krefjumst þess að almenningssamgöngur á Álftanesi verði bættar sem allra fyrst. Álftanes er 2500 manna samfélag í fimm kílómetra fjarlægð frá næstu stofnbraut Strætó bs. Með núverandi leiðarkerfi vagns nr. 23 er strætó óraunhæfur samgöngukostur fyrir okkur Álftnesinga. Samgöngur þurfa að lágmarki að vera sem hér segir: Að strætó gangi á Álftanes samfellt á hálftíma fresti alla virka daga án þess að sleppa ein
Útbúinn: 2016-10-13 Tölfræði
Áskorun til bæjaryfirvalda á Akureyri - fjölgum leikskólaplássum.
Við undirrituð skorum á bæjarstjórn, skólanefnd og aðra hlutaðeigandi að endurskoða stefnu Akureyrarbæjar í dagvistunarúrræðum barna í sveitarfélaginu. Við skorum á bæjaryfirvöld að tryggja börnum frá að amk 18 mánaða aldri, aðgang að leikskólaplássi í sveitarfélaginu. Jafnframt skorum við á bæjarstjórn að setja börn og skólamál í forgang við afgreiðslu fjárhagsáætlunar, enda hefur Akureyrarbær nýlega undirritað samkomulag um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en við innleiðingu sát
Útbúinn: 2016-11-08 Tölfræði
Við mótmælum lokun hraðbankans á Stöðvarfirði
Í ljósi fregna af lokun hraðbanka á Stöðvarfirði viljum við minna á að Landsbankinn er ríkisrekið fyrirtæki og hefur skyldum að gegna sem slíkur. Það er samfélagsleg skylda hans að styðja við þjónustu á landsbyggðinni sem og landinu öllu. Með lokun hraðbankans á Stöðvarfirði er hann að bregðast hlutverki sínu sem fyrirtæki í almanna eign. Síðustu ár hefur stöðugt verið að höggva skarð í þjónustu á Stöðvarfirði og með lokun hraðbankans er verið að skerða lágmarksþjónustu sem er íbúum og ferðamönn
Útbúinn: 2016-05-26 Tölfræði
Áskorun til sjónvarpsstöðva á Íslandi
Að ganga á undan með góðu fordæmi og texta allt íslenskt efni. Það eykur gildi efnisins og eykur áhorf. Hjálpar heyrnarskertum að fylgjast með bæði börnum og fullorðnum. Og okkur öllum hinum að skilja betur.
Útbúinn: 2016-08-14 Tölfræði
Varðveitum Álftanes
Við undirrituð viljum koma á framfæri mikilvægi þess að varðveita Álftanesið í núverandi mynd sem “sveit í borg”. Álftanes býr yfir einstakri nánd við náttúru og dýralíf sem þekkist ekki annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu og er það eitt aðal aðdráttarafl svæðisins. Að halda Álftanesi í núverandi mynd og koma í veg fyrir frekara þéttbýli og umferðaræðar mun enn fremur auka aðdráttarafl og þar af leiðandi virði svæðisins innan bæjarfélagsins. Við undirrituð teljum það hag Garðabæjar að varðveita
Útbúinn: 2015-12-16 Tölfræði
Setjum lög um heimilisofbeldi
Setjum sérstök lög sem taka á heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum Á Íslandi er ekki að finna lagaákvæði sem taka sérstaklega á ofbeldi sem beitt er í nánum samböndum (heimilisofbeldi) heldur eru ákvæði almennra hegningarlaga látin nægja. Sem dæmi má nefna að sök vegna heimilisofbeldis fyrnist eftir sömu reglum og gilda um ofbeldi milli ókunnugra. Þar með er ekki tekið tillit til þess hve þungbært er að kæra ofbeldisverk maka til lögreglu og að erfitt sé að gera það á meðan á sambandinu
Útbúinn: 2015-06-10 Tölfræði
ENDURRHEIMTUM MÖTUNEITI LISTAHÁSKÓLANS
Mötuneytin sem við höfum í húsum LHI er einn af hornsteinum skólastarfsins og það er ákveðið sameiningartákn fyrir okkur, griðastaður þar sem nemendur og starfsfólk kemur saman. Daglega á sér þar stað umræða og samtal sem er lífsnauðsynlegt hverri listaakademíu, og ekki síður skiptir það miklu máli að maturinn sem hefur verið á boðstólnum í mötuneytinu sé hollur, næringarríkur og ferskur og við viljum að hann verið það áfram. Mikil óánægja hefur myndast vegna frétta varðandi breytingar á möt
Útbúinn: 2016-05-06 Tölfræði
endursýnum Pokémon á Rúv
Með nýlegri endurvakningu Pokémon á Íslandi hvetjum við undirrituð Rúv til þess að setja gömlu talsettu Pokémon þættina aftur á dagskrá, svo ný kynslóð aðdáenda geti notið ásamt gömlum aðdáendum (sem eru að endur-uppgvöta þetta gamla áhugamál).
Útbúinn: 2016-07-19 Tölfræði
Burt með sumargöturnar
Við viljum að hægt sé að keyra niður laugaveginn allt árið um kring !Hvernig er það fyrir fatlaða einstaklinga sem vilja kíkja í búð þar sem ekki er hægt að leggja ? Er það sanngjarnt ? Er það jafnrétti ?Hvað með alla skemmtilegu rúntarana sem taka reglulega laugaveginn á föstudags og laugardags kvöldum ?Deildu þessari undirkriftasöfnun áfram ! Stöndum saman um jafnrétti allra í samfélaginu.
Útbúinn: 2016-05-11 Tölfræði
Við leggjumst gegn áformaðri byggingu við Hótel Reykjahlíð
Við undirrituð, íbúar í Skútustaðahreppi, leggjumst gegn áformaðri byggingu við Hótel Reykjahlíð. Byggingin gengur gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár þar sem 200 m bakki er friðaður. Hún spillir útsýni til vatnsins og er brot á þeirri reglu að hefja atvinnurekstur ekki vatnsmegin vegar. Þótt talað sé um viðbyggingu er öllum ljóst að hér er annað og meira á ferðinni. Samþykki fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu myndi setja hættulegt fordæmi. Við skorum því á sveitarstjórn og skipulagsnef
Útbúinn: 2016-06-29 Tölfræði
Opið bréf frá evrópskum rithöfundum
Til evrópskra ráðamanna, Opið bréf frá evrópskum rithöfundum (22. Október 2015) Verndið rithöfundana, verjið höfundarréttinn! Verum hreinskilin: Við rithöfundarnir skiljum ekki þessa áherslu á það að vilja með öllum ráðum „endurbæta“ höfundarréttinn í Evrópu. Framkvæmdastjórn Evrópuráðsins beinir spjótum sínum að röngu marki þegar hún ræðst á höfundarréttinn til að auðvelda tilkomu „einstaks stafræns markaðar“, því höfundarrétturinn er ófrávíkjanleg (sine qua
Útbúinn: 2015-10-26 Tölfræði
Dynheima aftur sem hljómsveitar & tónlistarhús
Áskorun til Akureyrarbæjar um að nýta Hafnarstræti 73 sem tónlistarhús og endurvekja tónlistarmenningu Akureyrar. Hafnarstræti 73 var reist árið 1923 undir starsemi Akureyrarbíós, svo var það árið 1946 sem að Tónlistarskóli Akureyrar var stofnaður í húsnæðinu og hafði hér aðsetur allt fram yfir 1970. Dynheimar voru starfræktir uppúr 1970 í Hafnarstræti 73 og var húsnæðið nýtt sem tónlistarhús og gegndi það því hlutverki í rúm 30 ár eða allt þar til rekstur félagsmiðstöðvarinnar var fluttur upp
Útbúinn: 2015-08-24 Tölfræði
Áskorun: Vigdís Hauksdóttir ekki hætta.
Við undirrituð skorum á Vigdísi Hauksdóttur alþingismann að endurskoða ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Teljum við að reynsla hennar, áræðni og hversu hreinskiptin hún er séu mannkostir sem þörf er á inni á Alþingi. Verk hennar og staðfesta höfða til fólks í öllu litrófi stjórnmálanna. Vigdís ekki hætta!
Útbúinn: 2016-07-06 Tölfræði
Forsetaframboð Aralíus G Jósepssonar 2016
Núna hefst kosníngabaráttan hér á Íslandi 2016. Margreyndur ferðalingur og hefur séð heiminn meira enn aðrir. Ég óska hér með stuðning ykkar, og brjótum múrinn á Íslandi. Kæru vinir Þá er komið að því. Ég ætla að bjóða mig fram til forseta í sumar. Íslenska þjóðin er að fara í gegnum mikið breytingatímabil þessa áratugina og margt sem mun óhjákvæmilega breytast, en líka margt sem við getum áorkað ef við vitum hvert við erum að fara. Við viljum betra samfélag, jöfnuð, gagnsæi, réttlæti, náttúruv
Útbúinn: 2015-12-14 Tölfræði