Vinsælustu undirskriftalistarnir 2015 - Ísland
Opið bréf frá evrópskum rithöfundum
Til evrópskra ráðamanna, Opið bréf frá evrópskum rithöfundum (22. Október 2015) Verndið rithöfundana, verjið höfundarréttinn! Verum hreinskilin: Við rithöfundarnir skiljum ekki þessa áherslu á það að vilja með öllum ráðum „endurbæta“ höfundarréttinn í Evrópu. Framkvæmdastjórn Evrópuráðsins beinir spjótum sínum að röngu marki þegar hún ræðst á höfundarréttinn til að auðvelda tilkomu „einstaks stafræns markaðar“, því höfundarrétturinn er ófrávíkjanleg (sine qua
Útbúinn: 2015-10-26 Tölfræði
Setjum lög um heimilisofbeldi
Setjum sérstök lög sem taka á heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum Á Íslandi er ekki að finna lagaákvæði sem taka sérstaklega á ofbeldi sem beitt er í nánum samböndum (heimilisofbeldi) heldur eru ákvæði almennra hegningarlaga látin nægja. Sem dæmi má nefna að sök vegna heimilisofbeldis fyrnist eftir sömu reglum og gilda um ofbeldi milli ókunnugra. Þar með er ekki tekið tillit til þess hve þungbært er að kæra ofbeldisverk maka til lögreglu og að erfitt sé að gera það á meðan á sambandinu
Útbúinn: 2015-06-10 Tölfræði
Skotvopnalaus löggæsla
Við sem hér skrifum undir teljum ekki þörf á byssum við almenna löggæslu. Við teljum það skapa aukna hættu og óöryggi meðal borgara landsins að hafa skotvopn í lögreglubílum, en kostir þess séu hverfandi, ef einhverjir. Við skorum því á Löggæsluyfirvöld að endurskoða ákvörðun sína að hafa byssur í lögreglubílum og jafnframt á innanríkisráðherra að breyta reglugerðum varðandi skotvop við löggæslu þannig að ekki fari á milli mála að lögreglu sé óheimilt að keyra um með slík tól við venjuleg löggæs
Útbúinn: 2015-11-27 Tölfræði
Við mótmælum öll!
Við undirrituð, íbúar og fasteignaeigendur í Vallahverfi í Hafnarfirði mótmælum fyrirhuguðum framkvæmdum sem koma fram í grenndarkynningu Hafnarfjarðarbæjar þar sem kynnt er umsókn Landsnet hf um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Landsnet óskar eftir leyfi til að reisa svokallaða bráðabirgðaloftlínu sem liggja mun frá tengivirkinu við Hamranes til vesturs meðfram Ásvallabraut og Straumsvíkurlínum og áfram milli Hellnahrauns 2 og 3 með- fram Suðurnesjalínu 1 um 1,5 km leið að hornm
Útbúinn: 2015-03-29 Tölfræði
Frístundaheimilið Glaðheima á barnvænni stað
Undirskriftasöfnun til að þrýsta á um flutning frístundaheimilisins Glaðheima á barnvænni stað nær Langholtsskóla en það nú er á. Foreldrar og forsjárfólk barna í Langholtsskóla fara fram á það við Reykjavíkurborg að frístundaheimilinu Glaðheimum verði fundin betri og barnvænni staðsetning en sú sem nú er notuð. Frístundaheimilið er nú staðsett á horni Sæbrautar og Holtavegar, en sú staðsetning hefur mikla slysahættu, hávaða- og eiturefnamengun frá bílaumferð í för með sér. Nýverið varð barn fy
Útbúinn: 2015-09-17 Tölfræði
Höldum Kató (Brekkuhvammi við Hlíðarbraut) opnum
Leikskólinn Kató (Brekkuhvammur við Hlíðarbraut) er fyrir löngu orðinn hluti af sögu Hafnarfjarðar. Nú stefnir í að Hafnarfjarðarbær ætli að loka leikskólanum án nokkurs samráðs við íbúa bæjarins og án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Það þýðir að í þessu rúmlega 4000 manna hverfi með 350 leikskólabörn verði aðeins einn leikskóli. Þau börn sem biðu eftir plássi á Kató í haust fengu pláss á leikskóla í næsta hverfi og virðist það vera það sem koma skal, að börn séu send í leikskóla utan síns hverfis.
Útbúinn: 2015-10-23 Tölfræði
Dynheima aftur sem hljómsveitar & tónlistarhús
Áskorun til Akureyrarbæjar um að nýta Hafnarstræti 73 sem tónlistarhús og endurvekja tónlistarmenningu Akureyrar. Hafnarstræti 73 var reist árið 1923 undir starsemi Akureyrarbíós, svo var það árið 1946 sem að Tónlistarskóli Akureyrar var stofnaður í húsnæðinu og hafði hér aðsetur allt fram yfir 1970. Dynheimar voru starfræktir uppúr 1970 í Hafnarstræti 73 og var húsnæðið nýtt sem tónlistarhús og gegndi það því hlutverki í rúm 30 ár eða allt þar til rekstur félagsmiðstöðvarinnar var fluttur upp
Útbúinn: 2015-08-24 Tölfræði
Varðveitum Álftanes
Við undirrituð viljum koma á framfæri mikilvægi þess að varðveita Álftanesið í núverandi mynd sem “sveit í borg”. Álftanes býr yfir einstakri nánd við náttúru og dýralíf sem þekkist ekki annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu og er það eitt aðal aðdráttarafl svæðisins. Að halda Álftanesi í núverandi mynd og koma í veg fyrir frekara þéttbýli og umferðaræðar mun enn fremur auka aðdráttarafl og þar af leiðandi virði svæðisins innan bæjarfélagsins. Við undirrituð teljum það hag Garðabæjar að varðveita
Útbúinn: 2015-12-16 Tölfræði
Stuðningur við ljósmæður
Núna hefur verkfall ljósmæðra verið í 5 vikur. Hvernig er þetta hægt? Orðið Ljósmóðir hefur oft verið valið sem fallegasta íslenska orðið. Núna þurfum við líka að sýna stuðning í verki þegar ljósmæður reyna að fá mannsæmandi laun. Byrjunarlaun ljósmæðra eru núna aðeins 390 þúsund eftir sex ára háskólanám til starfsréttinda. Þær hafa sýnt mikinn skilning og fagmennsku í verkfallinu, óléttar konur hafa samt fengið alla hjálp og þjónustu sem þær hafa þurft. Öllum hefðbundnum fæðingum hefur
Útbúinn: 2015-05-08 Tölfræði
Áskorun um betra framlag til Parísarsamkomulagsins / Improve Iceland's submission to UNFCCC
(English version below) Ungir umhverfissinnar vilja vekja athygli á alvarlegum vanköntum við framlag ríkisstjórnar Íslands til Parísarsamkomulagsins 2015. Þar stendur orðrétt: „Iceland aims to be part of a collective delivery by European countries to reach a target of 40% reduction of greenhouse gas emissions by 2030 compared to 1990 levels.“ Þarna forðast stjórnvöld að axla ábyrgð með því að setja Íslandi engin markmið önnur en að Evrópa í heild sinni minnki útblástur. Það gæti allt eins þýtt
Útbúinn: 2015-10-26 Tölfræði
Áskorun á Reykjavíkurborg vegna frístundar hjá Breiðagerðisskóla
Nú eru 4 vikur liðnar af þessu skólaári og enn hafa mörg börn í 2., 3. og 4. bekk ekki fengið pláss í frístund sökum húsnæðismála. Foreldrafélag Breiðagerðisskóla skorar á Reykjavíkurborg að endurnýja leigusamning um skátaheimilið án tafar svo frístundastarf komist í eðlilegt horf. Foreldrafélagið mótmælir hugmyndum um að frístund fyrir 3. og 4. bekk verði færð inn í skólann. Reynslan af því fyrirkomulagi er ekki góð, hvorki fyrir nemendur, kennara eða starfsmenn. Þær hugmyndir sem Reykjavíkur
Útbúinn: 2015-09-13 Tölfræði
Mótmælum styttum opnunartíma leikskólanna í Vestmannaeyjum
Við undirrituð mótmælum styttum opnunartíma leikskólanna hér í Vestmannaeyjum, þar sem fyrirhugað er að strax næst haust muni leikskólar loka kl. 16:15 í stað 17:00 eins og verið hefur. Ljóst er að eins og staðan er í dag eru all nokkrar fjölskyldur sem lenda í vandræðum vegna þessa þar sem það eru börn með tíma á leikskólunum lengur en til kl. 16:15.
Útbúinn: 2015-05-16 Tölfræði
Mótmælum breytingu á akstursstefnu á Aðalgötu á Suðureyri
Við undirrituð íbúar og þeir sem eiga fasteignir á Suðureyri mótmælum þeirri tillögu sem Skipulags og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar beinir til bæjarstjórnar um breytingu á að Aðalgatan á Suðureyri verði gerð að tvístefnugötu. Lög og reglur eru mannanna verk og því hægt að breyta og hnika til eins og þarf í hverju tilfelli fyrir sig. Að fá undanþágu á að tveir til þrír flutningabílar á viku þurfi að keyra móti einstefnu ætti að vera hægt að fá í gegn ef vilji er fyrir hendi. Einnig að farið er
Útbúinn: 2015-01-19 Tölfræði
Forsetaframboð Aralíus G Jósepssonar 2016
Núna hefst kosníngabaráttan hér á Íslandi 2016. Margreyndur ferðalingur og hefur séð heiminn meira enn aðrir. Ég óska hér með stuðning ykkar, og brjótum múrinn á Íslandi. Kæru vinir Þá er komið að því. Ég ætla að bjóða mig fram til forseta í sumar. Íslenska þjóðin er að fara í gegnum mikið breytingatímabil þessa áratugina og margt sem mun óhjákvæmilega breytast, en líka margt sem við getum áorkað ef við vitum hvert við erum að fara. Við viljum betra samfélag, jöfnuð, gagnsæi, réttlæti, náttúruv
Útbúinn: 2015-12-14 Tölfræði
Mótmælum fyrirhuguðum rekstrarbreytingum Egilsbúðar
Með því að setja nafn okkar á þennan lista mótmælum við því að veitingarekstri í Egilsbúð verði hætt frá og með áramótum. Við krefjumst þess að rekstur Egilsbúðar verði boðinn út aftur í óbreyttri mynd, Það er síst til þess fallið að auka við menningarlíf í Neskaupstað, eða Fjarðabyggð allri, og væri sveitafélagið ríkara af öflugu starfi í Egilsbúð. Þá viljum við að listi þessi verði afhendur Páli Björgvini Guðmundssyni þann 14. desember og að bæjarstjóri beiti sér fyrir því, í samráði við bæjar
Útbúinn: 2015-12-03 Tölfræði
HMR tennishús í Reykjavík / HMR Indoor tennis facility in Reykjavik
ÍSLENSKUKæru foreldrar barna, áhugafólk um fánafótbolta, hafnabolta, mjúkbolta, padel og tennis í Reykjavík- Við hjá Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur (HMR) erum með erindi til borgaryfirvalda um að hjálpa félagið að koma upp innanhús- og félags aðstöðu fyrir fánafótbolta-, hafnabolta-, mjúkbolta-, padel og tennis íþróttir í Reykjavík. Félagið var stofnað 2007, og vegna vaxandi áhugi fyrir tennisíþróttinni á öllum stigum hjá félaginu – frá yngstu byrjendum til hugsandi atvinnumanna, vilj
Útbúinn: 2015-12-15 Tölfræði
Klárum dæmið
Ein mikilvægasta spurningin sem Íslendingar standa frammi fyrir er hvort aðild að ESB yrði okkur til góðs eða ekki. Verði sú spurning ekki útkljáð af þjóðinni sjálfri má gera ráð fyrir þrotlausum deilum um málið næstu ár og áratugi. Aðildarviðræðum við ESB mun væntanlega ljúka innan árs. Við undirrituð viljum ljúka samningum við ESB, svo við getum sjálf tekið upplýsta ákvörðun um hvort aðild hentar okkar eða ekki. Við viljum ekki treysta þingmönnum einum fyrir því. Við erum alls ekki öll sannfær
Útbúinn: 2013-04-22 Tölfræði
Spegill á gatnamót Aðalgötu/Ólafsvegar/Ægisbyggðar
Það er ekki viðunandi að það taki lengri tíma en þann sem hefur núna liðið að fá spegil á þetta stórhættulega horn þar sem aukin umferð hefur orðið með tilkomu Héðinsfjarðargangna, þetta er nógu slæmt á sumrin en hvernig verður það í vetur þegar snjóruðningar byrgja sýn ökumanna og hálka minnkar bremsuvegalengd. Við skorum á Gunnar I. Birgisson og hans undirfólk í Fjallabyggð að verða strax við ósk okkar um umferðarspegil á horn gatnamótin þar sem Aðalgata te
Útbúinn: 2015-08-13 Tölfræði
Hradatakmarkanir
Undirritaðir óska eftir því að settar verði upp hraðatakmakanir á Smáraflöt.
Útbúinn: 2015-05-04 Tölfræði
Ísland að þýða The Flintstones yfir í Tinnusteinarnir
Mér finnst það bara svo snjallt, því að flint þýðir tinna og ég heiti Tinna og það væri bara svalt
Útbúinn: 2014-05-26 Tölfræði